Saga - 1973, Page 158
148
ÞOKLEIFUR ÞOKLEIFSSON
-Voru þá báðar lestarnar í akstri, Páll flutti möl og grjót
.með PIONÉR en Guðmundur Guðmundsson flutti sement
:frá skipshlið með MIN0R, en sá eimvagn hafði þá ekki
■verið notaður frá því árið 1917. Þá var og fyllt upp strand-
lengjan fram með járnbrautarsporinu undir núverandi
Skúlagötu. Loks voru lestarnar notaðar fyrir aðdrættí að
nýbyggingu Landspítalans 1926, sement var flutt frá
skipshlið og sandur frá Kringlumýrarnáminu.
Jámbrautarlestamar. — Eimreiðir.
i Vagnarnir, er notaðir voru á járnbrautinni, skiptust í
>tvo flokka, dráttarvagna og flutningavagna (farmvagna).
Dráttarvagnar eða gufuknúnar eimreiðir voru tvær, báðar
af sömu gerð, með kenninöfnunum MIN0R og PIONÉR
Eimreiðarnar eru báðar varðveittar. MIN0R er geymd
undir þaki Hafnarsmiðjunnar í örfirisey, en PIONÉR
stendur á bersvæði byggðasafnsins í Árbæ.
Eimreiðarnar eru framleiddar hjá ARN. JUNG í Jung-
enthal bei Kirchen í Þýzkalandi árið 1892. Þær eru með
innbyggðum vatns og kolageymum og þess vegna án
viðtengds kolavagns. Hjólabúnaður er 0-4-0 — þ. e. a. s.
aðeins 4 afl- eða drifhjól, en engin sérstök burðarhjól eða
stýrivagn.
i
Stærðir.
Lengd ca. 490 cm (undirvagn). Hæð (þak á stjórnklefa):
300 cm. Þyngd, fullhlaðnar: 15 tonn, en tómar 13 tonn.
Vatnsgeymar í undirvagni taka 1,5 tonn af vatni og kola-
geymar (aftast við ketilbelg og áfastir stjórnklefa) um
1/2 tonn, en kolaeyðsla á dag nam álíka miklu. Þrýstilshólf
(cylindrar m/renniloka, ,,glider“) eru tvö, utan á undir-
vagni fremst. Lokabúnaður er af Walschaerts-gerð. Gufu-
þrýstingur á ferþumlung þrýstils (stimpils): 180 pund.
Afl gufuvélar: 150 hö. Fjórar höggskálar (púffar) eru