Saga - 1973, Page 160
150
ÞORLEIFUK ÞORLEIFSSON
á eimreiðunum, tvær á hvorum enda, en tengikeðjur og
krókar á milli þeirra.
Tveir sporöskjulagaðir gluggar eru á framhlið stjórn-
klefans og aðrir tveir á gafli eða afturenda. Á hliðum
klefans eru opnar dyr og stórt op fyrir ofan þær. Sam-
kvæmt dönskum reglugerðum mátti ekki byrgja þessi op
með hurðum, en þegar kalt var í veðri, olli næðingur öku-
mönnum miklum óþægindum. Var þá gripið til þess úr-
ræðis að strengja segldúk fyrir dyrnar — í trássi við reglu-
gerðir. En misjafnlega gafst hann vel þessi útbúnaður,
þegar hvassast blés, og loks voru smíðaðar hurðir úr járni
fyrir dyrnar og opið árið 1922, á annarri eimreiðinni,
Pionér. Minþr var tekinn úr notkun, fyrst um sinn, þegar
hafnargerðinni lauk 1917.
Eimreiðarnar voru upphaflega báðar málaðar svartar
að lit, en yfirvagn Pionérs var síðan málaður grænn. 1
stýrisklefa voru veggir og ketilbelgur málaðir ljósgráir
en rör, stengur og tæki ýmiss konar voru úr fægðu stáli
og kopar (látúni).
Eimreiðarnar voru ekki ætlaðar fyrir hraðan akstur,
en áherzla lögð á mikið dráttarafl, þar af leiðandi voru
aflhjólin hlutfallslega smá, þvermál 78 cm. Sporvídd: 90
cm. Hraðast mun Pionér hafa verið ekið hér á um 50
km/t.
Nýr ketill var settur í Pionér árið 1910. Var þá talan
1892 (framleiðsluár) skafin af nafnskiltinu á hlið eim-
reiðarinnar og talan 1910 stimpluð í staðinn. Pionér var
aflmeiri og að ýmsu leyti betri dráttarvagn en Minþr,
enda mun sá síðarnefndi hafa verið meira notaður og
slitnari, þegar þeir komu hingað 1913.
Farmvagnar.
Vagnar fyrir flutning á grjóti og möl voru 60 að tölu.
Tvær gerðir eða afbrigði voru í notkun: PALLVAGNAR
(trolleys) fyrir grjót (stórgrýti) og KASSAVAGNAB