Saga - 1973, Page 161
151
JÁRNBRAUTIN í REYKJAVÍK 1913—1928
fyrir möl og sand. Kassavagnar voru raunar af sömu teg-
und (undirvagninn) og pallvagnar, en með járnslegnum
timburhliðum (flekum), sem festar voru á pallbrúnirnar.
önnur langhlið kassavagnanna lék í krókum, yzt á all-
löngum járnstöngum („svanahálsum"), sem festar voru
skáhallt á báða vagngaflana og sköguðu upp og út fyrir
hliðina. Féll hliðin eða lokið þá í heilu lagi frá kassanum,
þegar vagnpallinum var hallað til hliðar og mölinni hvolft
niður, en hékk þó í „svanahálsunum". Undir miðjum pall-
inum endilöngum lá gildur viðarbiti. Nálægt endum bitans
lék hann í járnvörðum klossum, en hann snerist á kloss-
unum, þegar steypt var úr vögnunum. tlr vögnunum var
hvolft með handafli. Tveim vogarstöngum, tippstöngum,
var rennt undir vagnendana, og þrír menn á hvorri stöng
lyftu undir. Keðja var fest við miðja brún pallsins, sem reis,
og við annan járnbrautarteininn, í hvert sinn og hvolft
var úr vögnunum, til þess að hindra að vagninn hrykki
út af sporinu við átökin. Þá var og eimreiðin alltaf losuð
frá vagnlestinni, þegar farmurinn var losaður.
Allir voru farmvagnarnir hemlalausir, að einum þó
undanskildum, sem notaður var í hvorri lest á brautinni
niður að Batteríi. Voru hemlarnir hertir að hjólunum
uieð handafli og aflskrúfu. Pallvagnarnir voru fleiri og
fjöldi vagna í lest að jafnaði 20—22 kassavagnar og stöku
sinnum allt að 27 pallvagnar með grjóti (stórgrýti).
Starfsdagur járnbrautarmanna.
Byggingar HAFNARSMIÐJUNNAR voru tvö einlyft
hús fyrir verkstæði, birgðageymslu og skrifstofu, eitt skýli
fyrir eimreiðarnar og skúr fyrir sementsgeymslu. I skýlinu
yur vatnsgeymir, sem einangraður var með hrossataði,
°S gaf það góða raun. Kolabirgðir fyrir eimreiðarnar voru
Soymdar í bing utan við húsin. Þaðan voru og flutt kol
fyrir kranana.
Starfsdagur eimreiðarstjóranna hófst (annan hvern