Saga - 1973, Síða 162
152
ÞORLEIFUR ÞORLEIFSSON
dag) kl. 4 að morgni, og varð því að rísa snemma úr rekkju,
en langt að sækja til vinnu, fyrir Pál Ásmundsson t. d.
vestan af Brekkustíg að Hafnarsmiðjunni, en þar voru
eimreiðarnar geymdar utan vinnutíma. Almennur starfs-
dagur hófst kl. 6 að morgni, en eimreiðarstjórarnir
skiptust á að kynda upp annan hvern morgun undir kötl-
unum í gufuvögnunum, og tók um tvo klukkutíma að ná
upp nægjanlegum gufuþrýstingi. Síðan hófst akstur með
grjót og möl frá öskjuhlíð og Skólavörðuholti.
1 hvorri eimreið var aðstoðarmaður eða kyndari, stund-
um kallaður strákurinn. Með Páli Ásmundssyni vann Guð-
mundur Guðmundsson, en með Ólafi Kærnested Sigurjón
Skúlason. Gegndi aðstoðarmaður ýmsum störfum. Þegar
skipta þurfti um spor eða beina lestinni á aðra grein, nam
lestin staðar, aðstoðarmaður stökk út úr eimvagninum
við brautarmótin og færði skiptistólinn á aðra braut með
þungri lóðréttri vogarstöng. Aðstoðarmaður sá einnig
um að tengja og losa vagna við eimreiðina, og fjölmörgum
öðrum viðvikum varð hann að sinna. Eitt áhættumesta
starfið í verkahring aðstoðarmanna hefur að líkindum verið
hemlun á vagnlestinni í akstri. Sumstaðar lá járnbrautin
í talsverðum halla, svo sem frá Norðurmýrinni niður að sjó,
og lá brautin að auki í sveig eða beygju á þessum stað.
Eini vagninn í járnbrautarlestinni með HEMLA var
að jafnaði eimvagninn, en hemlar, sem voru aðeins á tveim-
ur aftari hjólum hans, í ef til vill 20 vagna lest, nægðu
ekki til þess að halda lestinni í skefjum niður mikinn halla
og sízt í beygjum. Þess vegna var einum farmvagni með
hemla bætt við vagnalestina, þegar ekið var á austurálm-
unni niður að höfn. Hemlar voru á þessum árum að jafn-
aði ekki fjarstýrðir frá eimreiðinni, heldur varð að herða
þá að hjólunum með kraftskrúfu í hemlavagninum sjálf-
um. Þegar lestin nálgaðist Gasstöðina, klöngraðist „strák-
urinn“ út úr eimreiðinni og yfir vagnana inn að miðri lest,
þar sem hemlavagninn var, og beitti þeim.
En einn hemlavagn nægði þó raunar ekki til þess að