Saga - 1973, Page 163
153
JÁRNBRAUTIN í REYKJAVÍK 1913—1928
halda í við skriðþunga 20 vagna lestar í brekkunni við
Gasstöðina, og voru því ekki teknir fleiri en 17 fullhlaðnir
farmvagnar í lest á austurálmunni.
Löng brekka var á brautarstæðinu frá Skildinganeshól-
um að hábungu Melanna, en eimreiðarnar réðu vel við
það að draga 20 fullhlaðna farmvagna upp þá brekku,
og ekki þurfti að nota hemlavagn, þegar ekið var með tóma
vagnalest niður brekkuna.
Á VESTURÁLMUNNI voru farnar 7—8 ferðir á dag
með um 20 vagna í hverri ferð, en á AUSTURÁLMUNNI
17 ferðir með 17 vagna í hverri ferð.
Strangar reglur voru í gildi um akstur og umgang allan
við lestarnar. Kirk lagði áherzlu á snyrtimennsku. öðru
hvoru var hreinsað upp við brautina grjót og steinar, sem
að jafnaði féll úr vögnunum. Ekki var leyft að taka óvið-
komandi farþega með eimreiðunum, með þeirri undantekn-
ingu þó, að ýmsir áhugamenn og menn úr bæjarstjórn
Reykjavíkur óku stundum með eimreiðunum, svo sem Jón
Helgason biskup, séra Sigurður Sívertsen prófessor,
Tryggvi Gunnarsson og fleiri. Þá fengu og verkamenn,
sem bjuggu í Pólunum, oft að sitja á vögnunum niður að
höfn.
Þó að rekstur járnbrauta væri alger nýjung hér á landi
°S engir kunnáttumenn í þeim efnum til hér, tóku inn-
lendir menn að fullu við akstri og annarri meðferð lestanna
eftir skamman námstíma hjá dönsku verkstjórunum.
Fullyrða má, að eimreiðarstjórunum hafi farizt vanda-
samt starf sérstaklega vel úr hendi. Stjórn flutningalest-
unna var starf, sem krafðist nákvæmni, árvekni og snar-
r®eðis. Álagið var mikið og sífellt á ökumenn eimreiðanna.
í’ó að fjölmenni gæti ekki kallazt í Reykjavík á árum
hafnargerðarinnar eða mikil umferð annarra ökutækja,
Var þó alltaf von mannaferða við brautina og hvergi langir
kaflar, þar sem slaka mátti nokkuð á athyglinni. Engir far-