Saga - 1973, Síða 166
156
ÞORLEIFUR ÞORLEIFSSON
artálmar (bómur) voru fyrir annarri umferð, þar sem
brautin skar fjölförnustu götur bæjarins, t. d. Laugaveg—
Hverfisgötu og Kaplaskjólsveg-Framnesveg. Þess vegna
var nauðsynlegt að hafa nánar gætur á umhverfinu, og
oftast var eimpípan þeytt án afláts í viðvörunarskyni, en
hávær og skrækur tónn flautunnar hafði lamandi áhrif
á ökumennina, þegar til lengdar lét. Minnstur hluti vinnu-
tímans var í akstri á beinni braut, öllu meiri í látlausum
skiptingum milli spora og stuttri færslu á lestum fram og
aftur, þar sem beita þurfti mikilli nákvæmni og oft skarpri
árvekni, ekki sízt við akstur út á brautarbryggjurnar,
þegar hafa þurfti auga á hverjum fingri.
Unnið var alla virka daga ársins við akstur, sumar og
vetur, og hvernig sem viðraði og hvort sem enn var dimmt
af nóttu eða sólbjartur dagur. ökuljós voru ekki á eim-
reiðunum, þegar unnið var í dimmu, og ekki var brautin
lýst upp á neinn hátt. Litlar olíuluktir héngu framan og
aftan á eimreiðunum, í viðvörunarskyni.
Akstur lestan/na á jámbrautinni.
Þar sem járnbrautin frá grjót- og malarnáminu að höfn-
inni var ekki ætluð til frambúðar, var dregið úr kostnaði
við lagninguna svo sem unnt var, þó hvergi væri kastað
til höndum með tilliti til öryggis við akstur lestanna. Braut-
in reyndist vel og bilaði hvergi, að heitið gæti, en lítils-
háttar gliðnunar gætti þó á teinum í brautarbugðum, og á
einum stað að minnsta kosti hefði þurft að hækka brautar-
stæðið og ræsa til þess að losna við hættu af svellamyndun
á vetrum. — Hliðar- og skiptispor voru eins fá og hægt
var að komast af með.
Ekki var hægt að snúa eimreiðunum við í hálfan hring
(180°) eða breyta stefnu þeirra miðað við sporið, og stóðu
því báðar eimreiðarnar alltaf eins á sporinu frá þeim
tíma, er þær voru fyrst settar á brautina við Alliance
(Ánanaust), og framendi þeirra stefndi í átt að öskju-