Saga - 1973, Page 167
157
JÁRNBRAUTIN í REYKJAVÍK 1913—1928
hlíð. Þannig má orða það svo, að eimreiðarnar hafi ekið
aftur á bak á VESTURÁLMUNNI, frá Öskjuhlíð (og
Skólavörðuholti) niður að höfn.
Hins vegar var hægt að snúa einstökum farmvögnum
við í hálfan hring, til þess að opnanlega hliðin vísaði í
rétta átt, þegar hvolft var úr þeim. Til þessa var notuð
hverfiskífa, sem rann á sporinu. Var tómum vögnum ýtt
upp á skífuna og snúið með handafli. Skífurnar voru
geymdar og notaðar við námurnar.
Staða eimvagnanna á sporinu mun ekki hafa skipt miklu
niáli frá sjónarmiði ökumanna. Gufuvélin vann í grund-
vallaratriðum á sama hátt, hvort sem ekið var aftur á bak
eða áfram, og útsýn yfir sporið var raunar betri um
aftari glugga eimreiðanna, og hemlastöngin lá við gafl-
vegg stjórnklefans.
Vagntrossan var ýmist rekin á undan eimreiðinni eða
dregin á eftir henni. Á VESTURÁLMUNNI var vagna-
lestin dregin að skiptisporinu milli Sóttvarnahússins og
Alliance. Þar skipti eimreiðin um stöðu gagnvart vagna-
lestinni, ók aftur fyrir hana og ýtti henni síðan áfram út
á brautarbryggjuna á undan sér. Þegar búið var að losa
vagnana á Granda, dró eimreiðin þá að skiptisporinu og
skipti enn um stöðu — í fyrra horf — og rak lestina á
undan sér að öskjuhlíð eða Skólavörðuholti.
Þegar flutt var fylling í NORÐURGARÐ eftir að lokið
var við uppfyllingu Grandagarðs, var ekið með vagnlestina
í eftirdragi fram hjá skiptisporinu í námunda við Alliance,
át Grandagarð, yfir skiptistólinn í bugðunni í suðurenda
eyjunnar og norður eftir útsporinu. Þá var vögnunum ýtt
á undan eimreiðinni yfir skiptistólinn og út á brautar-
k^yggjuna suðsuðaustur af eynni. Þegar búið var að tæma
vagnana, ók eimreiðin aftur á bak, dró vagnana yfir skipti-
stólinn, og norður eftir útsporinu og rak síðan vagnalestina
yfir skiptingu — fram hjá SKIPTISPORINU nálægt
Alliance og síðan áfram að öskjuhlíð eða Skólavörðuholti.
Við öskjuhlíð var aðstaða bezt við tilfærslu á vagna-