Saga - 1973, Page 169
JÁRNBRAUTIN í REYKJAVÍK 1913—1928 159
Þegar flutt var möl að Grandagarði eða Norðurgarði, var
að sjálfsögðu farið eins að í flestum atriðum. Þá var
hlaðna vagnalestin dregin yfir skiptistól við Grænuborg
fram hjá skiptispori við öskjuhlíð (frá lið 8 að ofan).
Starfsmenn við hafnargerðina.
Yfirstjómandi verksins: N. P. Kirk verkfræðingur.
Eftirlitsmenn af hálfu Reykjavíkurbæjar: Knud Zimsen
verkfræðingur til 1. apríl 1916, en Þórarinn Kristjánsson
verkfræðingur frá þeim degi.
Verkfræðingar: Þórarinn Kristjánsson, bræðurnir Hans
og Niels Nielsen, Hans stjórnaði m. a. lagningu járnbraut-
arinnar, Axel Petersen.
Verkstjóri við mannvirkjagerö: Björn Jónsson bryggju-
smiður.
Verkstjórar við almenna vinnu: Einar Finnsson, starf-
aði einkum við grjótnámið í Öskjuhlíð, Erlendur Sakarías-
son, stjórnaði m. a. ámokstri fyrsta árið í Skólavörðuholti,
Guðmundur Jónsson, Guðmundur Þórðarson og bróðir hans
Þórður, Hermann Daníelsson, Pétur Þorsteinsson, Her-
mann og Pétur stjórnuðu vinnu við sprengingar í öskju-
hlíð, Jón Jónsson frá Mörk.
Smiðir í Hafnarsmiðjunni: 1 Hafnarsmiðjunni unnu oft
allt að 20 manns. Þeir, sem lengst unnu í Hafnarsmiðjunni
°& síðar hjá Reykjavíkurhöfn, voru þeir Eiríkur Jónsson
járn- og rennismiður og Sigurður Sigurþórsson verkstjóri.
Páll Jónsson var þar og verkstjóri.
Við kranann CYCLOP: Fyrstir unnu við kranann þeir
Grímur Jónsson og ólafur Guðnason og síðar Grímur
Jósefsson.
Lestarstjórar: Páll Ásmundsson (1913—1928), ólafur
Kærnested (1913—1916), (Guðmundur Guðmundsson
1928), (Sigurjón Skúlason 1922).
Aðstoðarmenn við lestar: Guðmundur Guðmundsson,
^igurjón Skúlason. Þeir Guðmundur og Sigurjón störfuðu