Saga - 1973, Síða 175
MAÐKAÐA MJÖLIÐ 1756
163
Hér verður þetta maðkamál tekið til athugunar og byrjað
með að athuga, hve vel þær heimildir, sem Jón Aðils vísar
í, standi undir þeirri staðhæfingu hans, að það mjöl, sem
flutt var til íslands á árinu 1756, hafi verið morandi af
möðkum, eins og hann segir.
Nr. 2462 er bréf frá Magnúsi Gíslasyni, settum amt-
manni, til rentukammersins, dags. í Viðey 3. ág. 1756.
Bréfið fjallar um afkomu landsmanna síðustu misserin og
ástandið, eins og það er, þegar bréfið er skrifað. Ekki er
minnzt einu orði á gæði innfluttrar vöru það ár, 1756. Hins
vegar hefur Magnús amtmaður bersýnilega haft fregnir
af því, að skipin til Norðurlandshafna séu ekki komin á
hafnir sínar og útlit sé jafnvel fyrir, að þau komist það
ekki vegna hafísa. Um þetta farast honum svo orð: „Mand
befrygter og at drivlsen vil forbiude de Nordlandske Skibe
at s0ge deris Havner, lige som Anno 1686, da den ikke
forlod Norderlandet f0r end 3 Uger efter Michels Dag,
hvor fore mand haver affærdiget Expres Bud til 0sterlands
havnene, hvor de Nordlandske Skibe formeenes at ligge,
Wed Skrivelser til Norderlands Ki0bmændene, at de ikke
gior vende Reise fra Landet f0r end f0rst i Sept. . .“ 1
f þessu bréfi er ekki að finna neitt, sem styður fyrrnefnda
staðhæfingu Jóns Aðils um mjölgæðin 1756.
Nr. 2470 er bréf til rentukammersins frá Skúla fógeta,
dagsett í Viðey 7. ág. 1756. Bréfinu fylgir lýsing á Kötlu-
Sosinu 1755 eftir Eggert Ólafsson og Bjarna Pálsson. 1
hréfinu lýsir Skúli afkomu landsmanna undanfarið og
ttdnnist einnig á verzlunina þetta ár (1756). Hann segir
a.: „Over Handelen f0res nu ikkun den Eneste Klage,
s°m mig til Dato er aabenbaret, dog ikke udi lige grad
Paa alle Havne, Neml: Mehl og Madvahre kand vi ikke
erholde efter h0jst-trængende forn0denhed, andre Vahrer
1 Þær heimildir, sem J. A. vísar í, voru i Kaupmannahöfn, er hann
^rifaði bók sína um S. M., en eru nú varðveittar í Þjóðskjalasafni
Ulands. (Danska sendingin, rentukammerið, Indkomne Breve).