Saga - 1973, Side 177
MAÐKAÐA MJÖLIÐ 1756
165
23. sept. 1756, frá Birni Markússyni vísilögmanni og sýslu-
manni Skagafjarðarsýslu, og liggur innan í því fyrirspurn
frá honum til Hofsósskaupmanns, dagsett 23. ág. 1755,
og svar kaupmanns dags. 25. ág. s. á. Bréf Björns fjallar
um ástandið í Skagafjarðarsýslu. Hofsósskipið hefur ekki
enn komizt á höfn sína, segir sýslumaður, og þarf ekki
að spyrja frekar um það, hvernig sýslumanni Skagfirðinga
iíki innfluttar vörur þetta ár. Hins vegar skrifar sýslumað-
ur talsvert um verzlun síðasta árs, 1755, og segir, að þá hafi
verið flutt inn miklu minna af mjöli (500 tunnur) en
hann hafi beðið um (1000 tunnur). Um það, sem fluttist
af mjöli á Hofsóshöfn sumarið 1755, segir hann og, að
sumt hafi verið maðkað: „at eendeel vrimlede af orme“.
Nr. 2530 er bréf frá Þórarni Jónssyni sýslumanni Eyja-
fjarðarsýslu til rentukammersins, dagsett á Grund 23.
sept. 1756. Með bréfinu sendir Þórarinn vottorð um skoðun
innfluttrar vöru á Eyjafjarðarhöfn þetta sumar. 1 skoðun-
arvottorðinu, sem er undirritað 3. sept. 1756 af sýslumanni
og tveim skoðunarmönnum, er komizt svo að orði um gæði
vörunnar, að hún sé „efter sin Vedtægt og Sædvane for-
svarlige. Saa der icke er at udsette paa“. Hér er ekki minnzt
á maðkað mjöl. 1 bréfi sýslumanns, sem fjallar um ástand
sýslunnar og verzlunina, er ekki heldur minnzt á maðkað
^jöl þetta ár, 1756.
Nr. 2531 er bréf til rentukammersins frá Jóni Benedikts-
syni sýslumanni Þingeyjarsýslu, dagsett í Rauðuskriðu
23. sept. 1756. Bréfið fjallar um ástand sýslunnar það ár
°g hið næstliðna, en ekki er minnzt á innfluttar vörur og
Þá ekki heldur mjöl, hvorki maðkað né ómaðkað.
Nr. 2555 er bréf til Rentukammersins frá Magnúsi Gísla-
syni amtmanni, dagsett í Viðey 1. okt. 1756. Bréfi þessu
fy!gja afrit af tveim bréfum frá Magnúsi amtmanni til
Þórarins Jónssonar sýslumanns Eyfirðinga, bæði dagsett
Júlí 1756. Bréfið til rentukammersins varðar Eyjafjarð-
arsýslu, ástand sýslunnar, verzlunina þar og fleira. Ekki