Saga - 1973, Blaðsíða 179
MAÐKAÐA ,M JÖLIÐ 1756 ; í 167
rituð af Guðmundi Runólfssyni og fleirum, og snertir þetta
ekki gæði innfluttrar vöru 1756.
9. Yfirlýsing, undirrituð 29. júlí af W. Rosenmeyer Hafn-
arfjarðarkaupmanni, og er hér ekki minnzt á maðkað mjöl
né öðruvísi skemmt.
10. Yfirlýsing, undirrituð í Hafnarfirði 26. júlí 1756
af Guðmundi Runólfssyni og fleirum, og snertir þetta ekki
gæði innfluttrar vöru 1756.
11. Yfirlýsing,. undirrituð í. Hólminum 30. júlí 1756
af J. Lassen kaupmanni, og er hér ekki minnzt á maðkað
mjöl né öðruvísi skemmt.
12. Yfirlýsing, undirrituð í Hólminum 28. júlí 1756 af
Guðmundi Runólfssyni og fleirum, og snertir þetta ekki
gæði innfluttrar vöru 1756.
13. Þingsvitni um ástand Borgarfjarðarsýslu árið 1756.
Þingsvitnið er tekið að Heynesij28. júní 1756, en ekki
er hér minnzt á gæði innfluttrar vöru þetta ár.
14. Skýrsla eða yfirlýsing frá. Þorsteini Magnússyni
sýslumanni Rangárvallasýslu um ástand sýslunnar. Þetta
er dagsett 14. júlí 1756 og stílað til landfógeta. Ekki er
hér fjallað um gæði innfluttrar vöru 1756.
15. Skýrsla frá Brynjólfi Sigurðssyni sýslumanni Ár-
nessýslu til landfógeta um ástandið í sýslunni. Hér er
ekki minnzt á gæði innfluttrar vöru 1756.
16. Þingsvitni úr Húnavatnssýslu frá Bjarna Halldórs-
syni sýslumanni.' Þingað var á Sveinsstöðum 20. sept. 1756.
^jallað er um verzlun á Skagaströnd síðastliðið ár, 1755,
°S ástandið í sýslunhi. 1 þessu skjali þarf ekki að leita
gæða innflutts mjöls á Skagaströhd árið 1756, þegar skipið
kafði ekki komizt í höfhina vegná ísa, eins og nefnt er í
þingsvitninu.. Ekki er minnzt á, áð mjölið 1755 háfi verið
^aðkað, heldur sagt, að það háfi verið of lítið og béri
félagið því ábyrgð á manndauða vegna matarskorts síð-
nstliðinn vetur.
17. Skrá, undirritúð áf' Skúlá landfógetá 8. okt. 1756.