Saga - 1973, Page 180
168
JÓN KRISTVIN MARGEIRSSON
Efni skrárinnar er tölur úr hinum ýmsu sýslum landsins
yfir þá, sem hafa dáið úr hungri þetta ár, 1756, þar til
bréfið er ritað. Samtals eru það 476 manns, en ekki eru þó
allar sýslur með. Nöfn hinna látnu eru ekki í skránni.
Á gæði innfluttrar vöru er hér skiljanlega ekki minnzt.
Nr. 2463 er bænarskrá til konungs, dagsett á Þingvöllum
25. júlí 1756 og undirrituð af Gísla Magnússyni Hólabisk-
upi, Sveini Sölvasyni lögmanni, Birni Markússyni vísi-
lögmanni og sýslumanni og sýslumönnunum Bjarna Hall-
dórssyni, Þórarni Jónssyni og Jóni Benediktssyni. Þeir lýsa
í bænarskránni hinu hörmulega ástandi í Norðlendinga-
fjórðungi; skepnufellir hafi verið gífurlegur, og margt
manna hafi dáið úr hungri. Hörmangarafélagið hafi árið
1755 flutt allt of lítið af mjöli á Norðurlandshafnir. Til að
líkna nauðstöddum þegnum á Norðurlandi fara bænar-
skrármenn fram á þrennt:
1. Konungur gefi Hólabiskupsdæmi haffært skip til að
flytja fisk (skreið) til fjórðungsins, þar eð engir hestar
séu uppistandandi til slíkra flutninga.
2. Konungur sendi alþýðu á Norðurlandi kornvörur að
gjöf næsta sumar, þar eð bændur séu orðnir gersamlega
uppiskroppa með sauði og prjónles og muni því ekki geta
keypt kornvöru hjá Hörmangarakaupmönnum.
3. Innflutningur á tóbaki og brennivíni til Norðurlands-
hafna verði minnkaður, þar eð kaupmenn noti þessar vör-
ur sem agn, sem „lokkemad til at trække fra Bonden de
Vahre eller Pænge som Hand ellers skulde bruge til at
betale med Deres Majestæts Rettigheder, samt andre ud-
gifter til sin Præst, Hosbond etc . . .“ Nóg sé að flytja inn
þriðjung af því magni, sem nú flytjist af tóbaki og
brennivíni.
I lýsingu sinni á ástandinu segja bænarskrármenn uxn
verzlun ársins 1755: „2° Det Octroyerede Islandske Com-
pagnies Skibe som skulde forsyne Havnerne bragte os en
liden og Meget slet Provision, da i stæden for 800 t0nder
Mehl og derover, som á l’ordinaire f0res til ethvert Syssel,