Saga - 1973, Side 182
170
JÓN KRISTVIN MARGEIRSSON
gengið af hálfu rentukammersins en svo, að stjórn Hör-
mangarafélagsins skildist, að maðkamjölskvörtunin ætti
einnig við sumarið 1756.
Stjórn félagsins svaraði með bréfi dagsettu 28. febr.
1757 og sendi með bréfinu yfirlýsingar kaupmannanna
á Húsavík og Eyjafjarðarhöfn um maðkað mjöl og fleira.1
Frá kaupmönnum á Skagaströnd og Hofsósi sendi félags-
stjórnin hins vegar engar slíkar yfirlýsingar, vegna þess
að engin sigling kom á þessar hafnir 1756.
Húsavíkurkaupmaður segir í sinni yfirlýsingu, að enginn
hafi borið fram kvörtun við sig vegna maðkaðs mjöls.2
Eyjafjarðarkaupmaður segir í sinni yfirlýsingu, að enginn
hafi kvartað yfir því, að mjölið væri maðkað árið 1756,
en árið áður, 1755, hafi borið á maðki í nokkrum tunnum
og hafi þeir, sem keyptu, fengið skipt á mjöli: „ . . . og
at der skulde været nogle Fustagier som befandtes en
stænck af Smaa rug orme udj, befant ieg sant at være,
da de som der af havde bekommet, kom og leverede mig det
bedærvede tilbage igien, hvorfore ieg igien gaf dem hvad
som de forlangte af Mad Vahre, . . .“ 3
Svipað hafði átt sér stað á Hofsóshöfn 1755, eins og
fram kemur í skoðunarvottorði þaðan þetta ár og síðar
skal nefnt í þessari grein. Að öðru leyti vísar stjórn fé-
lagsins á bug ásökunum um, að Hörmangarafélagið hafi
flutt til landsins og selt þar maðkað mjöl.
Svör félagsstjórnarinnar 28. febr. 1757 voru borin undir
Skúla Magnússon fógeta, og svaraði hann í „promemoria'
dags. 3. marz 1757.4 Um vörn félagsstjórnarinnar segir
hann: „Mehl-Tilfþrselen til Norderlandet, som her tales
om, er pro anno 1755, naar alle 4re Norderlandets Skibe
1 Þjskj.safn, Da. send. rentuk., Indkomne Breve nr. 2637; Bréfa-
bók Hfél. RA.
2 Indk. Breve nr. 2637, litra N.
3 Sama, litra M.
4 Fylgiskjal með nr. 2637 í Indkomne Breve. Sbr. síðustu tilvitnun.