Saga - 1973, Page 184
172
JÓN KRISTVIN MARGEIRSSON
og hafði hver sýslumaður tvo eiðsvarna bændur sér til að-
stoðar, sem undirrituðu skoðunarvottorðið ásamt honum.
Þessi vottorð sendu sýslumenn síðan til rentukammersins
með haustskipum ásamt bréfi um ástandið í sýslum sínum,
og fjölluðu þessi bréf m. a. um verzlunina á yfirstandandi
ári. Þessi gögn frá Norðurlandshöfnunum fyrir árið 1755
hafa varðveitzt og skulu nú athuguð hver fyrir sig.
8. ág. 1755 skoðaði Bjarni Halldórsson sýslumaður í
Húnavatnssýslu ásamt tveim skoðunarmönnum, Jóni Andr-
éssyni og Finni Jónssyni, innflutta vöru á Skagaströnd.
Bjarni sýslumaður er einn þeirra, sem undirrita bænar-
skrána 25. júlí 1756, og samkvæmt henni væri það líklegt,
að hann hefði fundið eitthvað af maðki við skoðunina. En
því er ekki að heilsa. Bjarni Halldórsson og hinir eiðsvörnu
skoðunarmenn verða ekki varir við neitt slíkt. Matvaran,
þ. e. a. s. mjöl og brauð, eru í góðu lagi, óskemmd. Mjölið
er hins vegar of lítið. Um þetta stendur í skoðunarvottorð-
inu: „Hvilken Madvahre var besigtet og efterseet og synes
sovel i vægten som bonite kunde passere, Endskiþnt den
er meget mindre end som Almuens forn0denhed udkræver“.
Bjarna og félögum hans er þó ljóst, að skoðunin getur
ekki orðið svo nákvæm og gagnger, að útilokað sé, að
gallar eða skemmdir komi síðar í ljós, sem dulizt hafi við
skoðunina, og er þá engin vara undanskilin. Þess vegna slá
þeir varnagla í skoðunarvottorðinu og segja: „Skulle ellers
i moed forhaabing noget der i bland befindes kommet til
skade eller bedervet hvilket denne gang ikke so noye kand
erfahres, staar det til kiobmandens ansvar".1
Með skoðunarvottorðinu sendi Bjarni sýslumaður bréf til
rentukammersins, dags. 20. sept. 1755, og fjallar um ástand
sýslunnar og verzlunina á yfirstandandi ári. Ástand sýsk
unnar er mjög slæmt, segir sýslumaður, og hann gagnrýnii’
Hörmangarafélagið og Skagastrandarkaupmenn harðlega,
einkum fyrir of litla mjölflutninga til Skagastrandar. En
1 Indk. Breve, nr. 2325. Sbr. fyrri tilvitnun.