Saga - 1973, Page 186
174
JÓN KRISTVIN MARGEIRSSON
medf0rer. Den fra Indeværende Aar hidbragte Vahre, er
efter Sin Vedtægt og Sædvane forsvarlig, Saa der icke
er at udsette paa uden alleen Meel Mangelen da det . . 1
Bréf sýslumanns með skoðunarvottorðinu er dagsett 23.
sept. 1755, og hefði hann þá átt að vera búinn að frétta
það, ef veruleg óánægja hefði kviknað í Eyjafjarðarsýslu
vegna maðkaðs mjöls. Er ekki minnzt á neina slíka óánægju
í bréfi sýslumanns. Gefur þetta aðra mynd en þá, sem
finna má í margnefndri bænarskrá.
Skoðun á Húsavík sumarið 1755 fór fram 7. ágúst.
Skoðunarmenn auk sýslumanns, Jóns Benediktssonar, voru
Sigmundur Þorláksson og Þorsteinn Benediktsson. Hér
er ekki minnzt á maðkað mjöl. Eftir langa greinargerð
um timbrið segir í skoðunarvottorðinu: „De andre Sorter
af den Infþrte Vahre have Vi ligeleedes efter muelighed
efterseet og besigtet, hvilke befandtes ubedærvede, og dygt-
ige, for uden at Mehlet ingenlunde er tilstrækkeligt for
heele Districtets Indvaanere".
Bréf sýslumanns með skoðunarvottorðinu er dagsett 15.
sept. 1755 og fjallar um ástand sýslunnar og verzlunina
á yfirstandandi sumri. Hann segir um vörurnar, að „aldt
sammen er nogenleedes upaaklageligt befundet“. Mjölið
hafi þó verið of lítið. Á maðk í mjöli er ekki minnzt. Er
þetta í ósamræmi við bænarskrána fyrrnefndu, sem Jón
Benediktsson sýslumaður hafði undirritað.2
Þannig gefa skoðunarvottorðin og bréf sýslumanna
haustið 1755 aðra mynd af gæðum mjölsins 1755 en bæn-
arskráin. Samkvæmt skoðunarvottorðunum verður sáralítið
vart við maðk, og þeir, sem kaupa maðkað mjöl, fá skipt
hjá kaupmanni, ef þeir óska. Framburður Eyjafjarðar-
kaupmanns kemur heim og saman við þessa mynd. Sam-
kvæmt bænarskránni er mjölið yfirleitt allt eða mestallt
1 Indk. Breve, nr. 2372. Sbr. fyrri tilvitnun.
2 Sama, nr. 2248.