Saga - 1973, Page 187
MAÐKAÐA MJÖLIÐ 1756
175
maðkað, og þeir, sem kaupa maðkað mjöl, fá ekki skipt
(af skiljanlegum ástæðum).
Báðar þessar myndir geta ekki verið sannar. Þær eru
ósamrýmanlegar. En nú stendur svo á, að báðar mynd-
irnar eiga í meginatriðum rót sína að rekja til sömu manna,
sýslumanna á Norðurlandi. Það er því auðséð, að þeir
ýkja aðra myndina stórkostlega af ásettu ráði. Þeir gefa
vísvitandi ósanna mynd af mjölgæðum ársins 1755, annað-
hvort haustið 1755 eða í júlí 1756.
Spurningin er í hvort skiptið.
Skoðunarvottorðin og meðfylgjandi bréf sýslumanna
haustið 1755 hafa margt til að bera, sem gerir þau miklu
traustari heimild um gæði mjölsins sumarið 1755 en
bænarskráin er. Ekki er þó þörf að fara nánar út í það.
Ummæli Skúla í promemoria hans 3. marz 1757 taka hér
af allan vafa. Þessi ummæli sýna, eins og greint er hér
að framan, að hann telur ummæli bænarskrárinnar um
niaðkaða mjölið ekki gefa sanna mynd af gæðum mjölsins
umrætt ár.
Hér skal að lokum bent á nokkur atriði, sem staðfesta
þetta.
Ur Húnavatnssýslu er til þingsvitni tekið 20. sept. 1756.
(Nefnt að framan sem fylgiskjal með nr. 2572). Hér
er fjallað um verzlun sumarsins 1755, en ekki minnzt á,
a<3 mjölið hafi verið maðkað. Er þó Hörmangarafélaginu
borin illa sagan og því kennt um manndauða þar í sýslunni
Um veturinn sökum of lítilla aðdrátta kornvöru. Fullyrða
^á, að hér hefði verið fjallað um maðk í mjöli Skagastrand-
arkaupmanns 1755, ef eitthvað hefði fundizt. Slíkt liggur
1 augum uppi.
Þá er og varðveitt bréf til rentukammersins frá Birni
^arkússyni sýslumanni, dagsett 23. sept. 1756. Hér segir
Ujörn um mjölið 1755, að „eendeel vrimlede af orme . . .“1
Hér er ekki kveðið eins fast að orði og í bænarskránni.
1 Indk. Breve, nr. 2529. Sbr. fyrri tilvitnun.