Saga - 1973, Page 188
176
JÓN KRISTVIN MARGEIRSSON
Þar segir, „at Mehlet vrimlede af levende Maddiker“.
Hins vegar kemur bréfið vel heim og saman við það, sem
Björn sýslumaður skrifar haustið áður (1755) um sama
mjöl.
Þá er og til bréf frá Þórarni Jónssyni sýslumanni Eyja-
fjarðarsýslu til rentukammersins, dags. 23. sept. 1756.1
1 þessu bréfi ræðir Þórarinn sýslumaður verzlun Hörmang-
arafélagsins með matvöru síðastliðið ár (1755), og kemur
þar ýmislegt fram. Hann leggur mjög ríka áherzlu á, að
allt of lítið mjöl hafi flutzt til sýslunnar, og áfellist félagið
mjög. Ekki minnist hann hins vegar á, að mjölið hafi verið
maðkað, og hefði þó sjálfsagt gert það, ef veruleg brögð
hefðu verið að slíku. Má benda á, að Björn Markússon
starfsbróðir hans minnist á maðk í mjöli í sínu bréfi,
skrifuðu sama dag, og hafði hann þó nefnt þessa maðka
áður í bréfi til rentukammersins.
Ennfremur er bréf til rentukammersins frá Jóni Bene-
diktssyni, dagsett 25. sept. 1756, og fylgir það skoðunar-
vottorði um vöru á Húsavík 1756. 1 þessu bréfi fer Jón
sýslumaður lofsamlegum orðum um kaupmann og segir,
að hann hafi skipt matvörunni af sanngirni á milli manna
og „der for uden comportered sig som Een skickelig
Kipbmand, saa der er ingen det Jeg veed som for nær-
værende tiid klager her over ham for hans opf0rsel“.2
1 bréfi sínu haustið 1755 nefndi Jón Benediktsson ekki
maðk í mjöli Húsavíkurkaupmanns. En ef maðkur hefði
komið í ljós veturinn 1755—56, hefði það átt að koma
fram í ofannefndu bréfi, sem hann skrifar um ástand
sýslunnar 23. sept. 1756.3
Þannig ber allt að sama brunni. Ekki leikur minnsti
vafi á, að mynd sú, sem bænarskráin gefur af gæðum
mjölsins 1755, er ekki rétt.
1 Sama, nr. 2530.
2 Indk. Breve, nr. 2532. Sbr. fyrri tilvitnun.
3 Sama, nr. 2531.