Saga - 1973, Page 189
MAÐKAÐA MJÖLIÐ 1756
177
En hver er ástæðan? Hvers vegna gefa yfirvöld í Norð-
lendingafjórðungi í bænarskrá til konungs 25. júlí 1756
ósanna mvnd af gæðum mjölsins 1755?
tJr þessu verður varla skorið með fullri vissu. En líta
ber á það, til hvers bænarskráin er rituð og hvernig ástand-
ið er á Norðurlandi. Þar ríkir algert neyðarástand, og
fólk hefur verið að falla úr hungri, og enn er útlit fyrir
mannfelli. Bænarskrármenn telja Hörmangarafélagið bera
mikla ábyrgð á þessu vegna of lítilla mjölflutninga til
f jórðungsins sumarið 1755. Tillögur bænarskrárinnar miða
að því að draga úr frekari mannfelli af völdum hungurs.
Þetta eru ríkjandi aðstæður, þegar verið er að semja
bænarskrána og þá lýsingu á gæðum mjölsins, sem þar
er að finna. Gera verður ráð fyrir því, að sú lýsing sé við
það miðuð að gera stjórnarherrana í Kaupmannahöfn
sem móttækilegasta fyrir tillögum bænarskrárinnar. Þetta
skýrir, hvers vegna ekki er sagt satt um gæði mjölsins
umrætt sumar í bænarskránni. Slík lýsing hefði verið
gagnslaus í henni og þess vegna ekki átt þar heima. Hin
stórýkta mynd af maðkamjölinu gerir lýsinguna á neyðar-
ástandinu hins vegar enn átakanlegri en ella.
Svo sem alkunna er, ákvað konungur haustið 1756 að
senda tvö skip með korn til Islands, og var þetta ákveðið,
eftir að lýsingar höfðu borizt til Hafnar síðla sumars
1756 um ástand landsins. Resolution konungs um þetta
er dagsett 27. sept. 1756 og hefst á þessum orðum: „Det
ei* efter foranfþrte Omstændigheder, og i henseende til den
fra Island indberettede Mangel og Nod, vel, at Vores Rente-
kammer allerede har besþrget, at de 2000 T0nder Rug ...‘ 1
Það er utan við hið afmarkaða svið þessarar greinar
að taka til athugunar, hvern hlut bænarskráin hafi átt
því, að ofangreind ákvörðun um kornsendingu var tek-
m. Hins vegar þykir rétt að víkja að því nokkrum orðum,
1 Rentekammerets Norske Resolutionsprotokol, Rigsarkivet, Kh.
Resolutionin er prentuð í Lovsamling for Island III, 258 259.
12