Saga - 1973, Side 194
182 RITFREGNIR
2. MálefnasniS. Rekja má feril ákveðinna málefna og skipa öllu
saman, sem hvert málefni varðar.
3. Stofnunarsnið. Rekja má sögu ákveðinnar stofnunar, og geta
þá komið til umfjöllunar öll málefni, sem hún lætur sig varða.
Þetta snið fellur oft að miklu leyti saman við málefnasnið, þvi
að ákveðnar stofnanir fást við ákveðin verkefni.
4. PersónusniS. Loks má rekja sögu ákveðinnar persónu. Þá koma
við sögu málefni, sem söguhetjan hefur afskipti af, stofnanir
sem hún starfar í.
Við samningu sagnfræðirita kemur alltaf til samsetning nokkurra
sniða, og þá verður að úrskurða, í hvaða röð þau eru valin. Fyrst
er valið snið, þegar sjálft verkefnið er valið. Síðan kemur annað
val, þegar skipt er í bindi (í fjölbindaverki), í kafla, efnisröð innan
kafla og jafnvel allt niður í málsgreinar.
I þessu riti er persónusniðið sett efst, ritið er æfisaga. Skipting
í bindi er ekki eins ljós. Fyrsta bindið er að mestu afmarkað eftir
tíma, en í hinum bindunum ræður stofnunarsnið miklu. Annað bindið
fjallar mest um afskipti Tryggva af Gránufélaginu 1869—77 og
þriðja bindið um starf hans á alþingi 1875—85. Þegar að því
kemur að skipta bindunum í kafla er tímasnið ríkjandi, einkum í
tveim síðari bindunum. í annað bindi skrifaði Þorkell m. a. kafla, sem
heita Gránufélagið 1870—1871, GránufélagiS 1872, Gránufélagið
1873 og Gránufélagið 1874. í þriðja bindi skiptast lengstaf á kaflar
um ákveðið þing og kaflar um stjórnmál eftir lok þess og fram að
næsta þingi.
Þegar efni er skipað niður á þennan veg, verður málefnasniðið
mjög útundan, og ég held einmitt, að margir helztu annmarkar þessa
ritverks stafi af því, að málefnasniðinu hefur verið gert of lágt
undir höfði. Við skulum líta á nokkrar afleiðingar þess í því bindi
verksins, sem hér var ætlunin að fjalla um.
í fyrsta lagi er mikið um, að ákveðin mál dreifist svo víða um
bókina, að lesandi eigi nokkuð erfitt með að fá yfirlit yfir
þau við lesturinn. Hér er til dæmis mikið sagt frá afgreiðslu fjár-
laga á þingi, en þær frásagnir dreifast um alla bókina, af því
að tímaröð er fylgt innan hennar. í þriðja kafla lesum við, hverjar
hafi verið niðurstöðutölur fjárlagafrumvarpsins 1875, í sextánda
kafla fáum við tölurnar fyrir 1885. Það þarf annað hvort mikið
minni eða miklar eftirleitir í bókinni til þess að komast að, hvaða
breytingum þær tölur taka á tímabilinu. Þannig er um fjölmörg
efnisatriði, sem koma til umræðu á þingi oftar en einu sinni.
f öðru lagi er oft drepið á ákveðin málefni, af því að þau koma
til umræðu á ákveðnu þingi, þar sem Tryggvi hefur afskipti af
þeim, en ekkert rúm er til þess að rekja öll þau mál svo til rótar,