Saga - 1973, Side 195
RITFREGNIR
183
að lesandi fái nokkurn skilning á þeim. Til dæmis er sagt margt frá
deilum um tilhögun ferða Sameinaða gufuskipafélagsins til íslands.
En hvergi kemur fram, hvað lá í rauninni að baki deilunum, hver
ágreiningsefnin voru um ferðaáætlun skipanna. Sagt er frá deilum
um skattamál allvíða. Þannig eru sjö blaðsíður (bls. 218—25) um
deilur um skattlagningu á kaupmenn, en hvergi er frá því skýrt,
hvernig þeir voru skattlagðir. Lesandi mun ef til vill geta ráðið það
nokkurn veginn af frásögninni af deilunum, en það er nokkuð fyrir-
hafnarsamt, og enginn getur verið viss um að gera það rétt með
þessi gögn ein í höndum. Mikið var deilt um það á þessum árum,
hvort betra væri að stofna banka eða lánsfélag á íslandi. Ekki er
útskýrt, hvað lánsfélag sé eða hvaða munur sé á því og banka. Það
verður lesandi að ráða af ummælum deiluaðila, sem oft eru tilfærð
orðrétt, og hvenær getur hann treyst því, að þeir fari rétt með?
Stundum er sagt frá samþykkt ákveðinna frumvarpa á þingi, án
þess að þeim sé fylgt frekar. Til dæmis segir (bls. 556), að frumvarp
um lækkun á launum embættismanna hafi verið samþykkt í neðri
deild árið 1883. Ókunnugur lesandi gæti ráðið af því, að laun embætt-
ismanna hefðu verið lækkuð vegna þessarar samþykktar. En svo
var raunar ekki. Þetta frumvarp mun hafa stöðvazt á þinginu,
en af því að Tryggvi sat í neðri deild, þarf höfundur ekki að fylgjn
málinu lengra en út úr henni.
Þannig er mikið af lausum endum í bókinni, og stafar það greini-
^ega af því, að ekki er ætlunin að rekja sögu ákveðinna málefna,
heldur sögu ákveðins manns að starfi í ákveðinni stofnun. Málefnin
komast aðeins til umræðu á því stigi, er þau verða á vegi þessa manns
í þessari stofnun. Stöku sinnum hefði e. t. v. verið ráð að útskýra
hessi málefni nánar í sögunni, en í heild væri það ekkert úrræði.
1‘8-ð hefði lengt frásögnina mikið og kallað á eilífa útúrdúra fram
°g aftur í tíma.
í þriðja lagi er óhjákvæmilegt, þegar farið er jafnvíða og gel't
er í þessari bók og drepið á jafnmargt, sem kemur söguhetjunni lítið
^ið, að beztu heimildir um ákveðin mál fari fram hjá höfundi.
■á-ð sjálfsögðu er ógerningur að leita uppi beztu heimildir um allan
tann aragrúa mála, sem þarna koma við sögu. Þannig er til dæmis
sagt frá alþingiskosningunum 1880 í alllöngu máli og eingöngu
stuðzt við frásagnir blaða (bls. 367—73). Hins vegar er ekki notuð
r®kileg skýrsla, sem til er um úrslit þessara kosninga í C- ei
Stjórnartíðinda 1882. Það munu vera einu alþingiskosningarnar, sem
fjallað er um í hagskýrslum þessa tíma, svo að eðlilegt er, að þessi
heimild geti farið fram hjá manni. Blöðin segja auðvitað frá ýmsu
merkilegu, sem ekki er að finna í opinberri skýrslu, en hefði höfundur
n°tað hana jafnframt, hefði hann losnað við að vitna til heimildar,