Saga - 1973, Page 197
RITFREGNIR 185
að skrifa heila bók um hlutdeild og afstöðu Tryggva Gunnarssonar
í henni. Fyrr er það varla tímabært.
Það ætti að vera Ijóst af því sem sagt er hér að framan, að
ekki er við Bergstein Jónsson að sakast um þessa ágalla æfisögu
Tryggva. Mistökin má að nokkru rekja til þess, hvernig ritinu var
sniðinn stakkur í upphafi. Að nokkru leyti koma þau til sögunnar
í hluta Þorkels af öðru bindi, þegar hann hóf að rekja sögu Gránu-
félagsins frá ári til árs. Þar notar Þorkell frumstæðari frásagnar-
aðferð en við eigum að venjast frá hans hendi. Ýmsir annmarkar
á frágangi ritsins eru einnig arfur frá fyrsta bindi þess og ef til
vill fremur sök útgefanda en höfundar. Má þar nefna ófullkomnar
heimildatilvitnanir og dauflegt myndaval. í sumum atriðum hygg
eg þó, að Bergsteinn hefði getað sveigt stefnu verksins inn á far-
sælli brautir í þessu bindi. Þar segir aðeins frá rúmlega áratugar
stjórnmálaferli Tryggva ásamt nokkru af einkamálum hans á þessu
tímabili, og losar þó bindið 700 blaðsíður að lengd. Að mínu viti er
frásögnin sums staðar óþarflega ítarleg, breið og atburðahlaðin,
jafnvel miðað við þá stefnu, sem áður var mörkuð. Þar er sagt
rækilega frá ýmsum tiltölulega lítilvægum atburðum, sem Tryggvi
kemur við. Til dæmis eru 8—9 bls. um gerð minnisvarða yfir Jón
Sigurðsson forseta (bls. 291—99). Einnig er margt fremur lítilvægt
í bókinni, sem kemur Tryggva í rauninni lítið fremur við en hverjum
öðrum samtimamanni hans. Má þar nefna sem dæmi álit hinna
ýmsu þingmanna á mörgum fjárveitingum alþingis. Umræður um
fjárlagafrumvarpið 1875 taka um 20 bls. í bókinni (bls. 66—86),
1877 um 28 (bls. 132—60), 1879 um 12 (bls. 249—61), 1881 um 40
(bls. 386—427), 1883 um 30 (bls. 562—92). í frásögn af þinginu
1885 er þessum umræðum loksins sleppt (bls. 699). Alls eru þetta
um 130 bls. eða næstum fimmti hluti bókarinnar. Megnið af þessu
efni er úrdráttur úr ræðum þingmanna, þar sem þeir segja frá
áliti sínu á einstökum fjárveitingartillögum og bera ýmis konar
skæting hver á annan. Þetta gefur vissulega mynd af þvi, um
hvað menn teygðu lopann í þingsölum á þessum árum, en var
nauðsynlegt að birta svona löng sýnishorn þess?
Ég hef orðið nokkuð langorður um það sem finna má að þessu
riti» af því að annmarkana má rekja til tiltölulega almennra atriða,
sem fróðlegt kann að vera að velta fyrir sér í stærra samhengi. En
ekki er rétt að ganga þegjandi fram hjá öllu, sem vel er um bókina.
^ar má meðal annars nefna, að hún er skrifuð í léttum dúr, eftir því
sem efnið gefur frekast tilefni til, og höfundur hefur glöggt auga
fyrir því sem er sérkennilegt fyrir sögutímann, smáskrýtið og spaugi-
iegt. Það lifgar ekki lítið upp á þessa löngu frásögn og er auk þess
n°kkur aldarspegill.