Saga - 1973, Síða 198
186
RITFREGNIR
Meira máli skiptir þó auðvitað, að þetta er stórfróðlegt rit um
ýmis merkisatriði í sögu sins tíma. Það er eitt af örfáum ritum,
sem fjalla nokkuð rækilega um stjórnmál fyrstu áranna eftir gildis-
töku stjórnarskrárinnar 1874. Það eru að því leyti sérstæð ár í stjórn-
málasögu 19. aldar, að athygli manna beindist þá mest að fjármálum.
íslendingar voru ekki í neinum vígahug í sjálfstæðisbaráttunni fyrst
eftir að þeir fengu stjórnarskrána. Hins vegar höfðu þeir fengið
nýtt verkefni í hendur, nefnilega að stýra sjálfir fjármálum sínum.
Sagnfræðingar hafa oftast haft allan hugann við sjálfstæðisbarátt-
una, svo að þessi ár hafa orðið nokkuð útundan, en hér er rækilega
bætt úr því.
Annað leiðir bókin merkilegt í ljós, en það er staða Tryggva
Gunnarssonar í stjórnmálum, meðan hann var búsettur í Kaup-
mannahöfn. Hann virðist hafa starfað þar sem eins konar óform-
legur framkvæmdastjóri ýmist fyrir alþingi eða landshöfðingja.
Það hefur sýnilega heyrt undir ráðherra og embættismenn hans
að vinna mörg þau störf, sem Tryggva voru falin. Þarna fáum við
því annars vegar mynd af vinnusemi og stundum afskiptasemi
Tryggva, hins vegar af afskiptaleysi íslenzku stjórnardeildarinnar
í Kaupmannahöfn. í þessari stöðu hygg ég að lagður sé grunnurinn
að lífsviðhorfi Tryggva, eins og því verður væntanlega lýst í kom-
andi bindum verksins. Hann verður dæmigerður hægrimaður af
nýjum skóla, áhugasamur um verklegar framfarir, en kænn að halda
góðu sambandi við íhaldsama embættismenn. Mér finnst Tryggvi
alltaf vera fyrsti kapítalisti okkar íslendinga, og þegar af þeirri
ástæðu hlýtur æfisaga hans að vera forvitnileg.
Gunnar Karlsson.
Árna saga biskups. Þorleifur Hauksson bjó til prentunai'.
Stofnun Árna Magnússonar, Rit 2. Reykjavík 1972.
Slík meginheimild sem Árna saga hefur jafnan verið um lokaþriðj-
ung 13. aldar hérlendis, ætti ekki að þurfa að segja lesendum Sögu,
hvað þar stendur eða stendur þar ekki, né heldur standi í annáluni
eða Jónsbók frá 1281. Þægilegast væri það líka að geta staðhæft, að
utan þessara heimilda rakleitt lesinna eftir bókstafnum sé ekkert
frekara um sögu þessa æfikvölds þjóðveldismenningar og hámiðalda
á íslandi að segja. Og þó?
Bókin er að örstuttum æskuþætti frátöldum saga Staða-Árna tæp
30 ár, frá því hann fylgir sem messudjákn Brandi ábóta, meistara