Saga - 1973, Side 199
RITFREGNER
187
sínum, til biskupsvígslu hans í Noregi, rétt eftir að Gamli sáttmáli var
svarinn og því næst árlangt á Hólum, unz frásögnin slitnar 1291 í
nriðju kafi, og hefur botn sögunnar týnzt úr handritum snemma, svo
ekki verður nú vitað, hvort hún hafi í upphafi náð allt til lagagerðar
í Ögvaldsnesi (1297) um kirknaforráð eða til dauða Árna biskups
ári síðar. Þó hefur höf. sjálfsagt viljað rita til 1298. Bæði sem ævi-
saga og yfirlit staðmáladeilunnar og viðbragða þess hluta af heldri-
bændastéttinni, sem taldi sér þar ógnað, hlýtur Árna saga frá höf-
undar hendi að vera mjög einskorðað úrval úr því þekkingarefni, sem
böf. bjó yfir. Það er eigi nóg með, að miklu frekar en í Sturlungu
eru það nær eingöngu hinir „beztu menn“ Skálholtsbiskupsdæmis,
sem við beinu atburðarásina koma, auk ráðamanna erlendis og á Hól-
um, heldur er mergur máls jafnan sú aðalspurning, hvort þeir menn
veittu hlýðni eða óhlýðni biskupi sínum og lögum kaþólskunnar.
En sé starað á þá sögu, unz hún greiðist ögn sundur í kvikmynd,
verður mér stundum fyrir að blaða í nafnaskrá til að reyna að sjá,
hvar í hið evrópska stéttarsamfélag Árni Þorláksson og söguhöfund-
urinn reiknuðu sig. Umrædd 30 ár eru þar auk Árna tilnefndir 16
biskupar og electi (kjörin biskupsefni) starfandi í konungdæminu og
17. er suðureyskur biskup, er laut norskum erkibiskupi; meðtaldir
eru hér erkibiskuparnir. f öðru lagi sést í Noregi hópur klerkmenntra
hórsbræðra (sumir meistarar að námi) og kanzlarar fáeinir af sama
skóla. Allólíkur þessum er hinn ráðríki flokkur lendra manna, en
hálfur annar tugur slíkra er nafngreindur í Noregi í Árna sögu auk
Hrafns Oddssonar merkismanns og Þorvarðs Þórarinssonar, sem fóru
^eð sama hlutverk á íslandi. Fáeinir smærri sýslumenn konungs í
báðum löndum koma einnig í ljós, en nær ekkert, er sýni, hver raun-
verulegur skerfur þeirra í völdum og skattheimtu var. Bæru þeir
ehki herratitil, virðist þeim það lítill áhrifaauki, þótt þeir hefðu
Serzt handgengnir menn margir hverjir og í aldarlok e. t. v. flestir;
beir virðast vera á mótum þess að vera „bændur“ (eftir orðalagi
1281 og með skýrari merkingu í samþykktum lögréttu 1302—19)
°g hins að vera svarnir konungsmenn til hverrar málafylgju sem
hann kysi, en sú var þá skylda norsks og sænsks lágaðals.
Hollusta Staða-Árna biskups við Magnús lagabæti var alger, en var
atvikum háð eftir 1280 við Ingibjörgu ekkju hans og soninn Eirík
konung. Af kóngum og öðrum tignarmönnum Svía og Dana segir sag-
atl stöku sinnum, ef Árni biskup var í för, þar sem saman bar fundi
þeirra og Noregskonungs. En mjög er bókin bundin við óskipt norskt
konungdæmi að eylöndum þess meðtöldum, sérstöðu íslands í fáu
^etið nema í lögbókardeilu 1272 og 1281. Sagan er jafnan hliðholl
erkibiskupum, andstæð hópi hinna norsku kórsbræðra, ef deilt var.