Saga - 1973, Side 200
188
RITFREGNIR
Til hinna frægu kirkjuþinga samtímans er horft vakandi augum og
árangur þeirra hagnýttur eins og konungsvald frekast fékkst til að
leyfa. Mörg erindi þurfti að reka við kúríu í Róm og páfana, en
nafngreindir í Árna s. eru 8 páfar, þeir sem önduðust á skeiðinu
1276—92. Hið týnda aftan af sögunni hefur eflaust verið eigi minna
bundið við kirkjuleg mál en hið framansagða þykir vera.
Ljóst er þá, að í sögunni eru það tvær heldrimannastéttir, sem eru
að glíma um, hvernig milli þeirra megi skipta arði af striti kyn-
slóðanna það, sem eftir var miðalda, jarðeignum og virðingum. En
gagnvart herra Loðni lepp, erindreka norska lendramannaaðalsins
að ráðafáum barnkonungi meðtöldum, tókst íslenzkum stéttum að
ná einhverri samheldni, og virðist hroka Loðins þar mest fyrir að
þakka. Og þegar á botn er hvolft, er Árna saga hrokalaus skýrsla
með glettilega góðar þjóðlífsmyndir.
í samræmi við sagnavenju fslendinga telur söguhöf. ekki eftir sér
að nafngreina þá, sem koma við ferðalög og atburði, og þvi eru
geymd þar nöfn meira en hundrað samtíðarbænda af hinum valda-
snauðu, þrátt fyrir heldrimennskusnið frásagna. Og lægra er það
hlutfall bænda en í Sturlungu.
Einn meginstyrkur Árna sögu er sá, að hún er gerð eftir fjölmörg-
um rituðum samtíðarheimildum og þess í milli gat höfundur oft
notið sjónarvotta að því, sem gerzt hafði, Árni biskup Helgason, eft-
irmaður Staða-Árna á Skálholtsstóli, hefur ritað eða látið rita bók-
ina og ætlazt til, að bæði styddi hún í hvívetna Kristinrétt Árna og
biskupsstólinn og væri hvergi berskjölduð fyrir opinni gagnrýni frá
aðilum, sem gegn biskupi höfðu staðið. Af þessu má ráða, að þrátt
fyrir nokkra einsýni er sagan einhver traustasta rituð heimild ald-
arinnar.
Þorleifur Hauksson hefur leyst útgáfustarf sitt ágætavel af hendi,
i fáum orðum sagt. Inngangur hans að henni er 106 bls. auk nærri 300
atriða nafnaskrár við inngang þann. Birt er sagan eftir Bi (British
Museum Add. 11. 127) og leshættir úr 8 handritum öðrum neðanmáls
— og öllu hagað eftir viðteknum reglum stofnunarinnar, en í hand-
ritabálki inngangsins er marga fræðslu að fá og nauðsynlega. En
fyrir Sögu er sá inngangsþátturinn mikilvægastur, sem rekur rit-
heimildir sögunnar og notkun hennar á þeim.
Sundurliðun Árnasöguheimilda 1271—89 er framar öllu rannsókn
á tengslum allra varðveittra annála, en þeir eiga rætur í týndum
frumannál, svonefndum, sem Resensannáll o. fl. sýna, að myndazt
hafi eigi síðar en um það leyti, sem Sturla Þórðarson dó, 1284, og
því mun fyrr en Sturlungusafnið. Það er því vonlaus kenning, Þ°
fram hafi komið, að Árna saga sé frumheimild þessa frumannáls um