Saga - 1973, Page 201
RITFREGNIK
189
l>ann sæg af annálskenndum greinum, sem skotið er af höfundi
hennar inn i söguþráðinn 1271-—89, en annálaviðbætur gerðar á 14.
öld geta úr henni komið, að sjálfsögðu. Rannsókn Þorleifs, studd
kenningum 6 eldri könnuða, þræðir hér eðlilegustu brautir.
Hann setur síðan saman harla gagnlegar Annálatöflur (bls. lxxxi
—-c) og í fylgd við þær upptalning á 107 öðrum líklegum ritheimild-
um Árna sögu, bréfum og skjölum. Sum kynnu þó að hafa verið
höf. hennar ókunn nema fyrir afspurn eða ályktun hans um, að til
blytu að vera. Bréfabók Skálholtsstóls hefur verið vandlega haldin
af Staða-Árna og verið síðan höf. tiltæk, og tengt henni var þar
verulegt skjalasafn, er m. a. snerti Alþingisdeilu um lögtöku Jóns-
öókar. En þó mætti hugsa sér, að Loftur Helgason ráðsmaður, upp-
i'eisnarmaður talinn 1281, síðar munkur, d. 1317, hafi verið milli-
liðslaus munnleg heimild Árna biskups bróður síns (eða höfundar,
hver sem var) um þau átök og viðhorf sögunnar til Eiríks konungs
sé öllu meira Lofts en biskupanna.
Árna saga er ávöxtur þess mannsaldurs, þegar hástéttir í evrópsk-
um stíl gerðu einna markvissustu tilraun, sem um getur á íslandi,
i-il að ummynda skipan ríkisins sér í hag og þó í keppni hvor við
aðra. Þrátt fyrir þetta reynist sú saga uppsprettulind alls skilnings
v°rs á því, að ísland síðmiðalda átti eftir að mótast mest af sam-
iyndi fremur hófsamrar stéttar sveitapresta og óhandgenginna lög-
’ettubænda andspænis hirðstjórum og útlendum biskupum.
B. S.