Saga - 1976, Blaðsíða 8
6
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
aður síðla árs 1930, átti eluki fulltrúa á þingi. Stjórnar-
andstaðan lagði mikla áherzlu á, að breytingar yrðu gerðar
á kjördæmaskipuninni, þannig að hver flokkur fengi þing-
sæti í hlutfalli við atkvæðatölu, en Framsóknarflokkurinn
var tregur að fallast á það. Þegar ekki þokaði í samkomu-
lagsátt, beitti stjórnarandstaðan stöðvunarvaldi sínu í
efri deild, svo að f járlög og skattalög fengust ekki afgreidd.
Þetta olli því, að Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra
sagði af sér 27. maí 1932. Hinn 3. júní 1932 myndaði
Ásgeir Ásgeirsson samsteypustjóm Framsóknarflokksins
og Sjálfstæðisflokksins, en í stjórnarandstöðu voru Al-
þýðuflokkurinn og nokkrir Framsóknarmenn undir for-
ustu Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Aðalverkefni stjórnar-
innar var að vinna að lausn kjördæmamálsins og gera ráð-
stafanir til stuðnings helztu atvinnuvegum landsmanna,
sjávarútvegi, landbúnaði og verzlun, sem áttu í vök að
verjast vegna kreppunnar.
Hið almenna atvinnuleysi af völdum kreppunnar olli
óróa og átökum á vinnumarkaðinum. Hinn 9. nóvember
1932 urðu mikil átök milli verkamanna og lögreglu við
Góðtemplarahúsið, þegar bæjarstjórnin ætlaði að lækka
kaup verkamanna í atvinnubótavinnu og stytta vinnu-
tímann. Málalyktir urðu þær, að bæjarstjórnin hvarf frá
áformum sínum. Verkamenn töldu, að hér hefði verið
um nauðvörn að ræða af þeirra hálfu, en miklum óhug
sló á borgarastéttina, sem krafðist þess, að ríkislögreglu
yrði komið á fót. Ólafur Thors, sem gegndi embætti dóms-
málaráðherra um stundarsakir eftir átökin, lét koma á
laggirnar varalögreglu.
1 byrjun júní 1933 var samþykkt á Alþingi nýtt stjómar-
skrárfrumvarp, sem fól í sér nokkrar breytingar á kjör-
dæmaskipuninni. Því næst var þing rofið og efnt til kosn-
inga 16. júlí. 1 þeim kosningum vann Sjálfstæðisflokkur-
inn mikinn sigur, en Framsóknarflokkurinn galt afhroð.
Aukaþing kom saman í nóvember, og samþykkti það end-
anlega stjórnarskrána og ný kosningalög.