Saga - 1976, Blaðsíða 59
NAZISMI Á ÍSLANDI
51
arnir. Þetta sé hættulegur misskilningur, því að Sjálf-
stæðisflokkurinn sé faðir marxismans. Aðeins Flokkur
þjóðernissinna sé fær um að berjast gegn marxismanum.
Önnur villan sé fólgin í því, að sumir flokksmenn hafi
barizt nær eingöngu gegn Sjálfstæðisflokknum, en hlíft
Warxistum. Þessi villa stafi af því, að þeir líti á Sjálf-
stæðisflokkinn sem yfirstéttarflokk, sem sé rétt. En flokk-
urinn sé yfirstéttarflokkur sakir örfárra manna, en
obreyttir kjósendur hans eigi hagsmuni með Flokki þjóð-
ernissinna. Þriðja villan, kyrrstöðukenningin, sé friðar-
kenning, sáttfýsi við umhverfið og sljóvgun baráttunnar.
Það sé reginmisskilningur að halda því fram, að þjóð-
ernisstefnunni geti ekki aukizt fylgi eða unnið sigur, nema
Warxistar hafi áður stjórnað og sýnt ónýti sitt. Þessar
villur muni upprætast með fræðslu, og þá muni Flokkur
bjóðernissinna verða fær um að taka forystu í baráttunni
fyrir hinu samvirka þjóðríki framtíðarinnar, segir höf-
undur að lokum.14
Ljóst er af orðum greinarhöfundar, að hann gerir eng-
an greinarmun á hinum stjórnmálaflokkunum og vill berj-
ast jafnt gegn þeim öllum. Einnig má ráða af grein hans,
aÖ ýmsir þjóðernissinnar hafa talið, að þeir kæmust ekki
valda, fyrr en sams konar skilyrði hefðu myndazt hér
a landi og voru í Þýzkalandi, er nazistar komust þar til
valda.
I apríl 1935 tók Flokkur þjóðemissinna á leigu húsið
nr- 3A við Tjarnargötu, og þar var hið árlega flokksþing
haldið 27. maí, og var Bjarni Jónsson læknir kosinn for-
^iaður flokksins.15 Þá bar það til tíðinda 1935, að Kristján
Linnet bæjarfógeti í Vestmannaeyjum sagði sig úr flokkn-
Um- Kvaðst hann vera ósammála þeirri stefnu flokksins,
leysa bæri upp Alþýðuflokkinn og Kommúnistaflokk-
mn og láta forsprakka þeirra sæta maklegum málagjöld-
Um> eins og krafizt hafði verið í málgagni flokksins.16
innaskipti Linnets komu nokkuð á óvart, því að hann