Saga - 1976, Blaðsíða 146
138
SIGURÐUR RAGNARSSON
gekk í svipaða átt.2) Undirrót þess, að Friðrik flutti þetta
frumvarp, var ótti hans við að útlendir auðmenn keyptu
hér jarðir og væri því full þörf á löggjöf til að vernda
rétt innlendra manna móti útlendingum. Við umræður
um frumvarpið í efri deild hlaut það heldur dræmar undir-
tektir. Magnús Stephensen landshöfðingi lýsti algerri and-
stöðu við málið og kvað það óþarft. Arnljótur Ólafsson
sagði hugmyndina að baki frumvarpinu góða og rétta, en
hún ætti ekki við hér, því að á íslandi vantaði fyrst og
fremst fólk; „... það eru vinnukraftarnir í hverju landi
er gjöra landið að því sem það er, en eigi stjórnarskráin
eða hin skrifuðu lög ...“. Arnljótur taldi þó ekki óhugs-
andi, að frumvarpið gæti átt við t. d. eftir 1000 ár! Af-
drif málsins urðu þau í meðförum alþingis, að það var
fellt eftir aðra umræðu í efri deild með sex atkvæðum hinna
konungkjörnu gegn fimm atkvæðum úr röðum þjóðkjör-
inna þingmanna.
Á þinginu 1893 var mál þetta endurvakið, er þeir Jón
Jacobson, þm. Húnvetninga, og Ólafur Briem, þm. Skag-
firðinga, fluttu í neðri deild frumvarp til laga um bann
gegn því að utanríkismenn mættu eiga jarðeignir á Is-
landi.3) Var hér nánast um að ræða endurbætta útgáfu
frumvarpsins frá 1891. Jón Jacobson, sem gerði grein
fyrir málinu af hálfu flutningsmanna, kvað frumvarpið
eiga að miða að því, að afraksturinn og arðurinn af jarð-
eignum landsins rynni í vasa landsmanna sjálfra, en ekki
út úr landinu. Það væri alls ekki ætlun flutningsmanna að
útiloka utanríkismenn frá eignum og aðsetu hér eða koma
í veg fyrir það gagn, sem landið gæti haft af því, að efn-
aðir og duglegir menn settust hér að. Hins vegar yrði
2) Alþingistíðindi 1891 C, bls. 308 og umræður 1891 A 331—334 og
373—382.
3) Alþingistíðindi 1893 C, bls. 179; umræður 1893 B 448—449, 562—-
565 og 637—638 og 1893 A 357—358 og 419—423.