Saga - 1976, Blaðsíða 161
FOSSAIÍAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 153
minni háttar breytingar. Hnigu sumar þessara breytinga
að því að rýmka nokkuð ákvæði frumvarpsins, t. d. tillaga
nefndarinnar um að utanríkismenn mættu kaupa hér og
leigja tálmunarlaust húseignir til hvers konar nota og að
ekki þyrfti að koma til sérstakt leyfi, þótt leigður væri
veiðiréttur eða annar afnotaréttur fasteigna til skemmri
tíma en 10 ára. Hins vegar vildi nefndin í sumum tilvikum
iierða á ákvæðum frumvarpsins, t. d. tók hún upp ákvæði
frumvarpsins frá 1899 um að hámarksleigutími fasteigna-
réttinda skyldi vera 50 ár, en frumvarpið, eins og stjórn-
in gekk frá því, setti engin takmörk fyrir því, hve leigu-
tími mætti vera langur. Veigamestu breytingartillögur
nefndarinnar snertu þó 1. gr. frumvarpsins. Þær fólu í
sér annars vegar, að horfið yrði frá ákvæðum frumvarps-
ins um að konungsleyfi í hendi stjórnvalds hér á landi
þyrfti þyrfti að koma til, svo að utanríkismenn gætu
eignast hér fasteignir eða afnotarétt yfir fasteignum.
Meirihluti nefndarinnar lagði til, að slíkur réttur yrði
aðeins veittur með lögum í hverju einstöku tilviki, eins
og ráð var fyrir gert í lagafrumvarpi alþingis 1899. Þó
taldi meirihlutinn, að konungsleyfi gæti dugað, þegar um
leigurétt (afnotarétt) til skemmri tíma en 50 ára væri að
ræða. Það voru þeir Kristján Jónsson og Guttormur Vig-
fússon, sem stóðu að þessum síðasttöldu tillögum, en Magn-
ús Andrésson var þeim andvígur. Vildi hann halda upp-
haflegum ákvæðum frumvarpsins óbreyttum að þessu
leyti.
Talsverðar umræður urðu um málið í deildinni. Af
hálfu nefndarinnar var Kristján Jónsson einkum í fyrir-
svari. Landshöfðingi lýsti yfir ánægju sinni með frumvarp-
ið, eins og það kom frá hendi nefndarinnar, og úr hópi
þingmanna mælti Eiríkur Briem, konungkjörinn þm., ein-
dregið með samþykkt þess. Aðeins einn þingmaður hafði
uppi bein andmæli gegn frumvarpinu. Það var Sigurður
Jensson, og var hann enn sama sinnis og á þinginu 1899.
Afstaða hans mótaðist þó af því, að hann taldi víst að