Saga - 1976, Blaðsíða 58
50
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
þeirra frá því í bæjarstjórnarkosningunum fyrr á árinu
verulegt, en þá fengu þeir 399 atkvæði. I Gullbringu- og
Kjósarsýslu fékk Finnbogi Guðmundsson 84 atkvæði
(4.4%), og Óskar Halldórsson fékk 64 atkvæði (4.1%) í
Vestmannaeyjum. Samtals hlaut Flokkur þjóðernissinna
363 atkvæði, en það var 0.7% af greiddum atkvæðum í
alþingiskosningunum, og engan mann kjörinn.11 Þjóðem-
issinnar gáfu þá skýringu á fylgistapinu í Reykjavík, að
margir kjósendur hefðu haldið, að Sjálfstæðisflokkurinn
væri fær um að vinna bug á marxismanum og bæta úr ríkj-
andi eymdarástandi, en þessi skoðun væri röng, ástandið
væri aðeins unnt að lagfæra á grundvelli hins samvirka
þjóðskipulags.12
Þjóðernissinnum tókst hins vegar að fá mann kjörinn
í stúdentaráðskosningum, sem fram fóru 26. október 1934.
Þrír listar voru í kjöri við kosningamar, og urðu úrslit þau,
að A-listi þjóðernissinna hlaut 34 atkvæði og einn mann
kjörinn, B-listi lýðræðissinna fékk 48 atkvæði og tvo menn
kjörna, og C-listi Félags róttækra stúdenta fékk 62 at-
kvæði og tvo menn kosna. Að auki voru kosnir fjórir full-
trúar í deildum Háskólans. Fulltrúi þjóðernissinna í Stúd-
entaráði var Guttormur Erlendsson stud jur.13
Strax á fyrsta starfsári Flokks þjóðernissinna kom í
ljós, að meðal þjóðernissinna voru skiptar skoðanir um
baráttuaðferðir og afstöðuna til hinna stjórnmálaflokk-
anna. 1 grein eftir „K“, sem birtist í málgagni flokksins,.
var komizt þannig að orði:
„1 Flokki þjóðernissinna hafa komið fram villur, sem upp-
ræta verður, en þær eru af öðrum toga spunnar en „villur“
stéttaflokkanna og verða ekki upprættar með brottrekstrum
eins og í stéttaflokkunum, heldur með fræðslu".
Síðan segir höfundur greinarinnar, að elzta villan sé
sú, að þjóðemissinnar eigi í baráttu sinni að sýna Sjálf-
stæðisflokknum miskunn, hann sé betri en rauðu flokk-