Saga - 1976, Blaðsíða 165
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 157
um fasteignaréttindi utanríkismanna á Islandi.20) Frum-
varpið var ekki sprottið af áhyggjum flutningsmanna
vegna fossanna sérstaklega, heldur átti það að miða að
því, að eignar- og afnotaréttur utanríkismanna af fast-
eignum og jarðarítökum félli niður, ef hann hefði ekki
verið notaður í 20 ár. Undirtektir ráðherra undir málið
voru dræmar og fór svo, að það dagaði uppi á þinginu.
Við umræðurnar lét Iiannes Hafstein þá skoðun í ljós,
að heppilegra væri að setja almennar skorður við því að
útlendingar gætu eignazt fasteignaréttindi hér en fara
þá leið, sem frumvarpið benti á.
Eina aðgerð löggjafans þessi árin, sem segja má að
tengist fossamálinu að einhverju leyti, var setning laga um
sölu ríkisjarða (lög nr. 31, 20. okt. 1905). Annar liður
sjöttu greinar umræddra laga gerði ráð fyrir því, að þegar
sýslunefndir fjölluðu um umsóknir einstaklinga um að
mega kaupa jarðir í ríkiseign, skyldu þær gefa sérstakt
álit um það, hvort undanskilja ætti við sölu skóga, fossa
eða önnur hlunnindi, er jörðunum fylgdu, að námum þó
undanskildum. Sjöunda grein laga þessara mælti fyrir
um það, að jarðir skyldu virtar bæði með og án umræddra
hlunninda í þeim tilvikum, er þau væru undanskilin við
sölu.
Alveg samhljóða ákvæði voru síðan tekin upp í lög um
sölu kirkjujarða (lög nr. 50, 22. nóvember 1907).
Tilgangur þessara lagaákvæða var augljóslega sá að
marka þá stefnu, að ríkið undanskildi umrædd náttúru-
gæði, þegar það seldi jarðir í sinni eigu og aðilar í héraði
mæltu með því að svo væri gert.
Reyndin varð sú, að eftir samþykkt laganna undanskildi
i'íkið nær undantekningarlaust fossa, skóga og önnur slík
nátturugæði, þegar ríkisjarðir og kirkjujarðir voru seldar.
20) Alþingistíðindi 1905 A, þskj. 392, 471, 502 og 532. Umræður
í Alþingistíðindum 1905 B 2541—2548.