Saga - 1976, Blaðsíða 65
NAZISMI Á ÍSLANDI
57
uðu lýðræðissinnar, og sat fulltrúi þjóðernissinna hjá við
stjórnarkosninguna, en henni lyktaði þannig, að róttækir
fengu tvo menn í stjórninni og lýðræðissinnar einn mann.
Varpa varð hlutkesti um þriðja manninn í stjórninni,
og unnu róttækir það. Lýðræðissinnar hófu þá samninga-
umleitanir við þjóðernissinna, og eftir nokkurt þref mynd-
uðu þessir aðilar þjóðfylkingu gegn róttækum. Vantraust
var samþykkt á stjórn Stúdentaráðs og ný stjórn kjörin.
I henni áttu sæti af hálfu lýðræðissinna Jóhann Hafstein
og Ólafur Bjarnason, en af hálfu róttækra Kagnar Jóhann-
esson. Fulltrúa þjóðernissinna var heitið því, að hann
fengi að hafa áhrif á ýmis mál í Stúdentaráði í launaskyni
fyrir stuðninginn við lýðræðissinna.16 I næstu kosningum
til Stúdentaráðs haustið 1937 urðu úrslit hin sömu og árið
áður, en nú tókst ekki samvinna milli lýðræðissinna og
þjóðernissinna, því að hinir síðarnefndu sögðu, að lýð-
ræðissinnar væru svo óorðheldnir, að ekki væri hægt að
treysta því, að þeir stæðu við skuldbindingar sínar. Leyst-
ist þess vegna þjóðfylkingin upp, en lýðræðissinnar unnu
hlutkestið og fengu tvo menn af þremur í stjórn Stúd-
entaráðs.17
Eins og fyrr segir, var starf Flokks þjóðernissinna með
uiestum blóma árið 1936, og sáust þess einnig merki í
blaðaútgáfu flokksins, því að það ár komu út 50 tbl. af
»Islandi“, en sjö af „Mjölni“. 1 maí lét Guttormur Erlends-
son af ritstjórn „Islands“, en við því starfi tók Jens Bene-
diktsson og gegndi hann því fram í janúar 1938.
Á flokksþingi þjóðernissinna 1937 var Guttormur Er-
lendsson kosinn formaður flokksins.18 Sama ár fóru fram
alþingiskosningar, og voru skiptar skoðanir um það inn-
an Flokks þjóðernissinna, hvort bjóða ætti fram eða
ekki.is Þetta ósamkomulag varð til þess, að flokkurinn
bauð aðeins fram í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Þar var
Pinnbogi Guðmundsson í framboði fyrir þjóðernissinna.
I ávarpi til flokksmanna fyrir kosningarnar sagði, að með
framboðinu í Gullbringu- og Kjósarsýslu ætlaði flokkur-