Saga - 1976, Blaðsíða 232
222
RITFREGNIR
komast hjá að taka afstöðu til.4) Hins vegar notar hann sem ná-
kvæmar væru ýmsar tölur, sem ýmist eru áætlun hans eða reikn-
aðar út frá svo fáum dæmum í Landnámu, að áætla ber verulega
tilviljunarskekkju.5 6) Út af fyrir sig er reikningstilraun af þessu
tagi réttmæt, en bersýnilega færi svo hér, ef sett væru skynsam-
leg óvissubil á allar forsendur og útreikninga, að útkoma dæmisins
léki á feykilega víðu bili og yrði lítils virði. Þar að auki segir ætt-
erni landnemanna ekki allt um uppruna íslendinga; á til dæmis
ekki að gera ráð fyrir, að bændur hafi að jafnaði verið allmiklu
kynsælli en þrælar?
Jón hendir það víðar að reisa reikninga á fáum dæmum án þess
að áætla tilviljunarskekkju. Svo er til að mynda um rök af fjölda ætt-
liða (bls. 87), þar sem meðalkynslóðarlengd er reiknuð eftir einum
þremur fæðingarárum, en lendir að vísu innan sennilegra marka;
þar hefði hrein ágizkun verið áhættuminni. Sömuleiðis þar sem
tíðni berkla í Þjórsárdal er reiknuð eftir einu til tveimur dæmum
um beinberkla (bls. 130; að vísu má styrkja ályktunina um tíða
berkla með tilvísun til óvenjulegrar aldursskiptingar látinna, sbr.
bls. 112).
Jafnvel við útreikning Jóns á manndauða í stóru bólu, sem er
mjög vandaður og niðurstaðan mikils virði, skortir nokkuð á, að
full grein sé gerð fyrir óvissunni, sem liggur í eðli heimildanna.6)
4) Til að mynda notar Jón í útreikningum sínum fjölda þeirra
landnámsmanna, sem ekki er tilgreint hvaðan komu, og hefur þó
gert ráð fyrir því, að ótiltekinn hluti þeirra sé ekki sannsögulegar
persónur. Hann kemur sér líka hjá því að áætla, hve mikinn hluta
landnámsmanna vanti með öllu í Landnámu, með því að ganga
þegjandi út frá, að þjóðernisskipting þeirra sé sú sama og hinna,
en sú forsenda kemur kynlega fyrir, þegar hann gerir í öðru orðinu
ráð fyrir, að Landnáma segi rækilegast frá þeim landnámsmönn-
um, sem komu frá Noregi.
B) Hann áætlar óvissubil á tveimur tölum aðeins, nefnilega á hlut-
falli þræla í landnemahópnum og á hlutfallstölu landnámsmanna
(bændastéttarinnar), sem komu vestan um haf. En hann hefur
engan fyrirvara á að telja konur að hálfu „keltneskrar" ættar, ef
þær komu vestan um haf (7 af 14 í Landnámu), en að fimmtugasta
hluta, ef þær komu frá Noregi (hálf af 25 í Landnámu). Ekki set-
ur hann heldur óvissubil á þá áætlun sína, að þjóðernisskipting
frjálsborinna hjúa hafi verið sú sama og húsbænda þeirra (en þá
er óbeint gengið út frá því, að hjú hafi verið jafnmörg af báðum
kynjum).
6) Manndauðatölur eru til af rúmlega hálfu landinu og dánar-