Saga - 1976, Blaðsíða 89
SPRENGISANDSVEGUR OG ÖRLÖG HANS
81
Sigurður Þórarinsson hefur sýnt fram á, fyrst í doktorsrit-
gerðinni, Tefrokronologiska studier pá Island, Kbh. 1944,
og í mörgum ritgerðum síðar. En hann hefur því miður
setið svo fastur í fyrstu og vanhugsuðu ályktunum sínum
af þessu, að hann hefur algerlega sniðgengið þá óhaggan-
legu staðreynd, að það voru veðráttuskiptin fyrir um 2500
árum, sem leiddu beint til upphafs uppblásturs hér á landi,
þ. e. á hálendinu. I þess stað fullyrðir Sigurður, að upp-
blásturinn hafi hafizt nokkru eftir landnám. Það er rauna-
legt hvað Sigurður gengur langt í því að neita staðreynd-
um og valda deilum með því.
Túlkun Sigurðar á uppblásturseinkennum í byggðum,
nokkru eftir landnám, hefur verið mér allt annað
en auðskilin. Veðrátta var mild, líkt og nú, lágsveitir al-
klæddar skógi — og strax á skógarhögg og sauðfjárbeit
að hafa komið af stað uppblæstri landsins. Hér vantar
viðunandi skýringu, en Sigurður hefur ekki talið þörf á að
gefa hana og tekið því heldur önuglega, hafi ég beðið um
hana á fundi.
Nú virðist mér raunar að málið sé ekki ýkja flókið.
Meðan skógur var um allar lágsveitir, gat íoksandur
°fan af hálendinu ekki komist í gegnum skóginn og
gefið sendinn jarðveg, því að sandkorn berast veltandi og
skoppandi eftir landyfirborði undan stormi. Fokmökkur
gat auðvitað svifið yfir lágsveitir eins og á okkar dögum en
gefur svífandi fínduft sendinn jarðveg? Þegar hins vegar
var búið að eyða skógi verulega, opnaðist leið fyrir fok-
sand ofan af hálendinu eftir grasigrónu sléttlendi langt að
innan og niður í byggð. Samkvæmt þessari skýringu er
það röng túlkun á sendnum jarðvegi í byggð nokkru eftir
landnám, að hann tákni upphaf uppblásturs í landinu.
Hann þýðir einfaldlega, að byggð svæði hafa nú komizt
í viðskiptasamband við uppblásturinn á hálendissvæðun-
Urn, ef svo má að orði komazt, uppblástur sem hafizt hafði
fyrir 2500 árum. Hvort hefur verið afkastameira í því
að opna „samgönguleiðirnar", maðurinn eða sauðkindin,
6