Saga - 1976, Blaðsíða 42
36
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
IX. Tilgangur og marJcmið Flokks þjóðemissinna.
Um tilgang Flokks þjóðernissinna sagði svo í „Islandi“,
málgagni flokksins:
„Ástæðurnar fyrir stofnun hans voru aðrar en fyrir stofnun
stéttaflokkanna. Hann er stofnaður til að vekja þjóðina, hverja
einustu stétt, til meðvitundar um réttindi sín og skyldur, svo
að hún leyfi ekki blóðsugum stéttaflokkanna að starfa í
næði, unz síðasti blóðdropinn, unz allur lífsþróttur er horf-
inn".1
Flokkurinn skoraði einnig á landsmenn .að fylkja sér
undir merki hans gegn stéttaflokkunum og hringaauð-
magni, fyrir sameinaðri íslenzkri þjóð. I sama streng var
tekið í markmiði flokksins, en það er á þessa leið:
„Vér viljum afnema stéttabaráttuna og reisa á Islandi sam-
starfandi og frjálst þjóðfélag.
Pramtíðarlíf þjóðarinnar skal byggt á fortíðarreynslu henn-
ar, á samstarfi allra stétta, á fullkomnum friði, bæði innan-
lands og við aðrar þjóðir, á réttlæti handa hverjum einasta
Islendingi, á frelsi einstaklingsins til þess að ná sem mest-
um þroska, bæði andlega og líkamlega.
Vér viljum vekja trúna á landið, vér viljum í sameiningu
leita gæða þess, í sameiningu vinna þau, í sameiningu njóta
þeirra.
Vér viljum hagnýta okkur þekkingu og reynslu mannkyns-
ins á hverjum tíma til þess að létta lífsbaráttu þeirra, sem
ísland byggja.
Vér viljum lifa í okkar eigin landi, frjálsir og óháðir öll-
um. Vér viljum vekja trú þjóðarinnar á hennar eigin mátt
og megin og auka menningu hennar og þroska, skapa henni
verðugan sess meðal annara þjóða.
Vér viljum vekja trúna á lífið — trúna á hið góða í
manninum, á þróun lífsins að hinu æðsta marki, fullkomn-
um friði og bræðralagi, bæði einstaklinga og þjóða.
Réttlæti — frelsi — friður eru kjörorð vor. I þessum kjör-
orðum er markmið þjóðernissinna falið. Undir þeim og tákni
afls hinnar sameinuðu þjóðar — Þórshamrinum — leggjum
við í baráttuna fyrir sigri hins besta málstaðar“.2