Saga - 1976, Blaðsíða 127
SNOKKI PÁLSSON
119
mikið starf, nema þá helzt á þeim tíma árs, sem hákarla-
vertíðin hófst og skipum var ýtt úr naustum. Hins vegar
hefur nokkur ábyrgð fylgt því, og erilsamt hlýtur það að
hafa verið.
1 félagslögum voru ákvæði um að skipstjórnarmenn
yrðu að kunna hið nauðsynlegasta í sjómannafræðum til
þess að skip fengjust tryggð. Vankunnátta þilskipafor-
manna í þessum fræðum var löngum eitt erfiðasta vanda-
mál útvegsins, og gekk ábyrgðarfélagið skörulega fram
í að bæta þar úr, m. a. með því að stofna til reglulegrar
sjómannafræðslu. Ekki er gott að segja um það, hvern
þátt Snorri hefur átt í þessari starfsemi, en ber þó að geta,
að Jón Loftsson, sem lengst annaðist kennsluna, var um
skeið búsettur í nágrenni hans, nánar tiltekið í Efra-Haga-
nesi í Fljótum.
Enn skal þess getið, að ábyrgðarfélagið beitti sér mjög
fyrir aukinni hirðu- og reglusemi um borð í skipunum, og
ef marka má orð minningargreinarinnar góðu í Isafold,
hefur Snorri vart legið á liði sínu í þeim efnum.
Það er alkunna, að eitt af því, sem um langan aldur
hrjáði íslenzka athafnamenn hvað mest, var skortur á
peningum. Eftir því sem kjör þjóðarinnar bötnuðu og
verzlunin varð innlendari — og alþjóðlegri —, jókst pen-
ingaveltan í landinu stórlega. En þá fylgdi sá böggull
skammrifi, að engar peningastofnanir voru til í landinu,
svo að þeir, sem ekki gátu lagt fé inn á banka í Danmörku,
urðu að geyma peninga sína í kistuhandraðanum og höfðu
því miklu minna gagn af þeim en ella.
Hinir framsýnustu munu snemma hafa séð, að hér
þurfti úrlausnar við og raddir þeirra, sem vildu láta stofna
innlendan banka, urðu æ háværari. Þar kom loks árið 1872,
að stofnaður var Sparisjóður Reykjavíkur og ári síðar
„Sparnaðarsjóðurinn á Siglufirði". Snorri Pálsson var einn
helzti hvatamaður sjóðstofnunarinnar og gjaldkeri sjóðs-
ins meðan hann lifði.45 Fyrsta gjörðabók sjóðsins mun
enn vera í notkun og er því ekki aðgengileg sem heimild,