Saga - 1976, Blaðsíða 171
FOSSAKAUP OG FKAMKVÆMDAÁFORM
163
geta farið nærri um ástæðuna. „Hann hefir farið nærri
um, að almenningi... mundi þykja nóg komið af svo góðu,
öllum Danaþefnum af frumvarpsgrautargerðinni hans“.
I sama tölublaði ísafoldar birtist grein, sem nefndist: Is-
land fyrir Islendinga. Stjórnin og fossarnir. Höfundur
hennar var Einar Þórðarson og má ætla, að þar hafi hald-
ið á penna þáverandi þingmaður Norð-Mýlinga með því
nafni. Kveikjan að grein þessari var einmitt fossalaga-
frumvarpið. Höfundur byrjaði á að minna lesendur á þá
frelsis- og sjálfstæðishreyfingu, sem þessi árin færi yfir
landið, en „herópið" í þessari nýju baráttu væri: „Island
fyrir Islendinga". Það er í þessu ljósi, sem höfundur vill
meta verk „heimastj órnarinnar“ og þá einnig fossalaga-
frumvarpið. Hann taldi frumvarpið beinlínis hættu-
legt þjóðréttindum Islendinga, eklíi sízt fyrir þá sök, að
„sú alda er að rísa æ hærra meðal Dana, að þeir eigi hér
f jársjóðu og megi ekki láta þá lengur ónotaða.----Um
framkvæmdaaflið er ekki að efast“. Einar Þórðarson lagði
áherzlu á, að Danir myndu af eigin rammleik geta komið
upp nægilega stórum hlutafélögum til að kaupa og tryggja
sér fjölda íslenzkra fossa. Síðan sagði í greininni: „En
dyrnar eru enn opnari en þetta ... Auðmannafélög Eng-
lendinga, Þjóðverja, Rússa, Frakka eða hvaða þjóðar, sem
vera vill, geta eignazt fossa á Islandi á eigin spýtur eða í
félagi við Dani eftirlitslaust, og agalaust, ef þau hafa
stjórn sína búsetta í Danmörku." Greinarhöfundur taldi
frumvarpið prófstein á þingið og þá einkum á flokk stjórn-
arinnar, því að það mundi „(greina) í milli þeirra, sem
vilja veita Dönum hlutdeild í öllum gæðum landsins, og
hinna, sem fylgja stefnunni: ísland fyrir Islendinga.“
Einnig var drepið lítillega á málið í Þjóðólfi.31) Það var
gert í bréfi til ritstjóra blaðsins undir fyrirsögninni: Hvað
dvelur fossafrumvarpið. Bréfritari taldi „óvíst að margir
fossaeigendur fari að dæmi Tómasar bónda Tómassonar
31) Þjóðólfur, 30. ágúst 1907.