Saga - 1976, Blaðsíða 64
56
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
lands", og afhenti honum dagbókina. Jón kom bókinni til
Jens Benediktssonar ritstjóra „Islands", og ákvað Jens að
birta útdrátt úr bókinni.10 Yfirvöldin fengu pata af málinu
og sendu lögreglulið í Steindórsprent 25. september, þegar
verið var að prenta blaðið. Lögreglan gerði upptæk öll
handrit í blaðið, en Jóni Þ. Árnasyni tókst að laumast
með dagbókina út úr prentsmiðjunni og fékk hana Theo-
dór Johnson hótelstjóra á Hótel Vík til varðveizlu.11 Síð-
an voru Jens Benediktsson, Guttormur Erlendsson og Jón
Þ. Árnason handteknir og úrskurðaðir í gæzluvarðhald.12
Voru þeir yfirheyrðir, og reyndi lögreglan að komast að
því, hvar þeir hefðu fengið dagbókina og hvar hún væri
niður komin, en varð ekkert ágengt.13 Jafnframt var gerð
húsleit heima hjá þremenningunum og fleiri þjóðernis-
sinnum, en án árangurs. Þegar 37. tbl. „Islands" kom út
26. september, var það gert upptækt. Lögreglan komst
aldrei að hinu sanna í málinu og fann aldrei dagbókina.
Þremenningarnir sátu þrjá sólarhringa í gæzluvarðhaldi,
en var þá sleppt. Þetta mál vakti mikla athygli á Flokki
þjóðernissinna. Hélt flokkurinn mótmælafund gegn ríkis-
stjóminni tveimur dögum eftir að þeir þremenn-
ingarnir voru handteknir.14 Lyktir málsins urðu þær,
að dómsmálaráðherra höfðaði mál á hendur sjö mönn-
um, sem voru viðriðnir málið, og voru þeir sakaðir um
landráð, þar eð þeir höfðu birt skjöl, sem vörðuðu ríkið og
áttu leynt að fara. Sjömenningamir voru allir sýkn-
aðir af ákæru réttvísinnar.15
Haustið 1936 mynduðu þjóðernissinnar og lýðræðissinn-
ar þjóðfylkingu í Stúdentaráði Háskólans. Hinn 26. októ-
ber það ár var kosið í Stúdentaráð. Fengu þjóðernissinnar
einn fulltrúa kjörinn, lýðræðissinnar fjóra og róttækir
f jóra. Fulltrúi þjóðernissinna í Stúdentaráði, Sigurjón Sig-
urðsson stud. jur., bauð lýðræðissinnum samvinnu um
stjómarkjör í ráðinu með því skilyrði, að foringi lýðræðis-
sinna, Jóhann Hafstein, sem hafði haft sig í frammi gegn
þjóðernissinnum, yrði ekki kosinn í stjórnina. Þessu höfn-