Saga - 1976, Blaðsíða 205
ALÞÝÐUFLOIvKURINN OG ÍSLENZKIR JAFNAÐARMENN 197
ég úr ýmsu í heimildum rituðum 1918, að alllöngu fyrir téða Jafn-
aðarmannafélagsáskorun 27. mars hafi fáeinir leiðtogar Alþýðu-
flokksins hlotið að sameinast um ákvörðun að senda Dönum mann
í fánaerindum, ef eigi fleiri erindum, en hafi svo eftir á talið sér
brýnt til samlyndis í flokknum, að Jafnaðarmannafélagið tæki þessa
afstöðu afdráttarlaust, sem það nú gerði.
Sé dæmt um líkur á þennan veg, er augljóst, að flokksleiðtogafund-
urinn nærri jólum 1917, sem Hallbjörn vitnar um, á allt frumkvæði
málsins í flokknum og upptaka málsins 10. febr. í hinu valdalausa
áhugamannafélagi flokksins er þá afleiðing og áfangi málsmeðferð-
ar, frumkvæði er þar til málamynda. Þetta er sami skilningur og
Gísli Jónsson virðist ganga út frá 1968 og fylgir í nmgr. með rit-
gerð Bergsteins fremst.
Ég kann ekki við, að það réttmæli um Hallbjöm yfirprentara, sem
B.J. mun leggja sérstakan þunga á til að sanna, að ómerk sé jafnan
engu að síður frásögn glöggra ,,„sjónarvotta“ löngu eftir að allt er
um garð gengið" eins og þar stendur, skuli hér eftir notað til að ó-
frægja alla notkun á nokkurra áratuga minnisatriðum manna sem
söguheimild. Leiðtogafundur Hallbjarnar er veruleiki, ekki bólgn-
aður neitt að ráði í minninu.
Ég tek ásamt Bergsteini eindregið undir þá niðurstöðu, að fyrri-
hluta ársins 1918 og oft endranær hafi mátt finna á Alþýðuflokkn-
®i, að meirihluti flokksmanna teldi stefnt til vandræða og lítils
annars með hinum eirðarlausu kröfum um að gera ísland sem ó-
báðast Danmörku. Tímann 1916—18 stýrðu þeim skoðunum ekki
aðeins „áhugasömustu og virkustu“ félagarnir í vinartengslum við
danska félaga eftir Hafnardvöl, eins og B. J. veit, heldur jafn-
framt óflokksbundnu „þversum“-stefnukjósendurnir, sem reynt var
að laða að flokknum og réðu úrslitum, að Jörundur Brynjólfsson varð
1916 1. þm. Reykvíkinga, ofar en Jón Magnússon forsætisráðherra.
Samkvæmt „þversum“-kenningu gat ekki verið neinu að mæta nema
mótspyrnu gegn íslandskröfum í danskri stjórn og því til verra en
einskis að fara nú af stað með þær fyrr en eftir stríð, — fánakrafan
e.t.v. framkvæmanleg.
Hitt þykir mér B.J. skýra í gamansamri léttúð, í lok greinar
sinnar, að sá minnihluti í Alþýðufl., sem sett gat í fyrirrúm stjórn-
frelsiskröfur 1918, hafi gert það af því, að „Gilti þá einu, þótt
atvinnuleysi og sívaxandi dýrtíð þjakaði alþýðu manna meira en
nokkru sinni fyrr í manna minnum“. En samkynja skýringu á svo
fráleitu jafnaðarmannahátterni gaf raunar Borgfirðingayfirvaldið
Sigurður Þórðarson í Nýja Sáttmála, Rvík. 1925, s. 151: „Þannig fer
sóknina fyrir hugsjónir jafnaðarmanna, þegar hún er tekin upp