Saga - 1976, Blaðsíða 104
96
JÓN Þ. ÞÓR
andazt um sumarið eða haustið 1875, og þá komst hreyf-
ing á málið. W. Fischer stórkaupmaður tók að sér sölu
eignanna, og snemma árs 1876 keypti Gránufélagið Siglu-
fjarðarverzlun fyrir kr. 8.250 og mátti það kallast gjaf-
verð miðað við það, sem Thaae krafðist í upphafi.
Erfitt er að meta til fjár þá verzlunaraðstöðu, sem
Gránufélagið keypti í Siglufirði, en hún varð félaginu æ
dýrmætari sem lengra leið. Eignir verzlunarinnar er eig-
endaskiptin fóru fram voru: íbúðarhús verzlunarstjórans,
sem virðist hafa verið all vönduð bygging, þrjú vöru-
geymsluhús, lýsisbræðsluhús og bryggja, sem á var spor-
vegur, er lá umhverfis bræðsluhúsið. Bryggjan virðist hafa
verið allmikið mannvirki því að í eignalýsingu, er samin
var vegna eigendaskiptanna, er tekið fram, að við hana
liggi erlend skip er þau séu fermd með lýsi.12 Þess má svo
geta til gamans, að í skýrslu um efnahag Gránufélagsins í
árslok 1876, sem birtist í blaðinu Norðlingi, 17.—18. tbl.
1877, var Siglufjarðarverzlun metin á 15.000 kr.
Sá böggull fylgdi þó skammrifi, að fé það, sem Gránu-
félagið varði til kaupa á verzluninni var að langmestu
leyti lánsfé frá firmanu Petersen & Holme í Kaupmanna-
höfn. I bréfum, sem Tryggvi Gunnarsson skrifaði Snorra
um þetta leyti eggjar hann Siglfirðinga lögeggjan að duga
nú sem bezt og kaupa hlutabréf sem fyrst svo að verð
verzlunarinnar fáist greitt. Og eggjanir Tryggva báru
árangur. 1 áðurnefndri skýrslu um efnahag Gránufélags-
ins segir, að um áramótin 1876—’77 hafi seld hlutabréf
í Siglufjarðardeild verið orðin 120 að verðmæti samtals
6 000 kr. 1 skýrslunni er þess einnig getið, að árið 1876
áttu Siglfirðingar inni hjá félaginu kr. 5.971,67 en slíkt
var, sem kunnugt er, mjög fátítt á þessum tíma. Árið 1876
var Gránufélaginu skipt í deildir og stjómaði Snorri Páls-
son Siglufjarðardeild. Til hennar töldust Hvanneyraí- og
Þóroddstaðahreppur, auk þess sem öll verzlun félagsins í
Skagafirði laut stjórn Snorra.
Hér er ekki ástæða til þess að rekja nákvæmlega þróun