Saga - 1976, Blaðsíða 145
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM
137
fallvötnum erlendis frá. Á árunum 1897—1899 voru vatns-
réttindi í ýmsum fallvötnum hérlendis ýmist leigð eða
seld aðilum erlendis. Ekki virðist hafa verið um neina
meiri háttar ásókn í íslenzk vatnsréttindi að ræða, t. d. með
þeim hætti, að öflugir erlendir hagsmunaaðilar reyndu
markvisst að tryggja sér aðstöðu hér á landi. Island var
á þessum árum of langt utan við alfaraleið til að slíkt gæti
gerzt. Þeir samningar, sem gerðir voru um kaup og leigu
íslenzkra fallvatna, urðu til fyrir frumkvæði og framtak
einstakra áhugamanna, sem skorti fjárhagslegt bolmagn
til framkvæmda og höfðu heldur óljósar hugmyndir um
það til hvers ætti að nota fossaflið.
Eftir þá hiæyfingu, sem var á fossamálinu 1897—1899,
var nú allt kyrrt að kalla um hríð, því að þess verður ekki
vart, að sótzt hafi verið eftir kaupum eða leigu á vatns-
réttindum hér á landi næstu árin á eftir. Þróunin þessi
árin hafði þó að því leyti nokkra þýðingu, að stjórnvöld
fóru nú að átta sig á fossamálinu og ýmsum vandamálum,
sem því tengdust, og vart verður veikburða og heldur
fálmkenndra tilrauna til að móta stefnu í þessum efnum af
opinberri hálfu.
II. Fyrstu aögerðir rílcisvaldsins í Fossamálinu.
Fossalögin 1907.
1. Frumvarp alþingis 1899. Umræður i blöðum.
Á alþingi 1899 lagði landbúnaðarnefnd neðri deildar
fram frumvarp til laga um bann gegn því að utanríkis-
menn mættu eiga jarðeignir á Islandi.1) Frumvarpið kvað
svo á, að enginn, er heimili ætti utanríkis, hvorki einstakur
maður né félag, mætti eiga jarðeign hér á landi, nema það
væri leyft með sérstökum lögum. Á þinginu 1891 hafði
Friðrik Stefánsson, þm. Skagfirðinga, flutt frumvarp, er
1) Alþingistíðindi 1899 C, bls. 394.