Saga - 1976, Blaðsíða 41
NAZISMI Á ÍSLANDI
35
wjög margir félagar Þjóðernishreyfingarinnar, þ. e. þeir
sem komu úr Sjálfstæðisflokknum, hurfu aftur inn í flokk-
inn, og var Þjóðernishreyfing Islendinga þar með úr sög-
unni fyrir fullt og allt, en eftir stóð Flokkur þjóðernis-
sinna skipaður hreinræktuðum nazistum, og voru fána-
liðarnir í Félagi ungra þjóðemissinna kjarni hans.
Helzta ástæða þess, að hreyfingin lognaðist út af og
frumkvöðlar hennar hurfu aftur inn í Sjálfstæðisflokkinn,
var sú, að þeim mun hafa þótt varhugavert að tvístra
knöftunum með því að hafa starfandi tvo flokka, Sjálf-
stæðisflokkinn og Þjóðernishreyfinguna, sem áttu margt
sameiginlegt, en greindi á um aðferðir. Síðla árs 1933 fór
að draga saman með Framsóknarflokknum og Alþýðu-
flokiínum, og það lá í loftinu, að þessir tveir flokkar höfðu
fullan hug á að mynda samsteypustjórn, ef þeir hlytu
uæirihluta í næstu kosningum. Það er einkum þetta atriði,
sem stuðlaði að því, að forystumönnum Þjóðernishreyf-
lngarinnar þótti varhugavert að gera hreyfinguna að sjálf-
stæðum stjórnmálaflokki, sem byði fram í samkeppni við
Sjálfstæðisflokkinn. Slíkt gat aðeins orðið Framsólaiar-
flokknum og Alþýðuflokknum, aðalandstæðingum Sjálf-
stæðisflokksins, til framdráttar. Þetta er skýringin á því,
að Aðalráð hreyfingarinnar gekk til samvinnu við Sjálf-
stæðisflokkinn í bæjarstjórnarkosningunum 1934 og að
hreyfingin lognaðist út af í marz 1934.
Ekki er vitað með vissu, hve fjölmenn Þjóðernishreyf-
Jugin var. Að vísu fullyrtu forráðamenn hennar, að hún
uyti stuðnings þúsunda manna um land allt, en telja verður
Þær fullyrðingar mjög hæpnar, svo að ekki sé dýpra tekið
1 árinni, og sama máli gegnir um þá staðhæfingu Þórarins
hórarinssonar, að Þjóðernishreyfingin hefði „náð furðu-
'e!ía miklu fylgi sumarið og haustið 1933 eða áður en hún
rann inn í Sj álfstæðisflokkinn."2 4 Líkur benda til þess, að
Uokkur hundruð manns hafi verið félagar í hreyfingunni,
ei1 nákvæmar tölur er ekki unnt að nefna vegna skorts á
heimildum.