Saga - 1976, Blaðsíða 141
FOSSAIÍAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM
133
hendi 1910, áttu samningarnir að falla úr gildi.18) Greiðsla
leigugjalds fyrir vatnsréttindin í Jökulsá átti að hefjast,
þegar hafizt yrði handa um virkjunarframkvæmdir. Þó
giltu sérstök ákvæði um vatnsréttindi Hafursstaða, en að
þeim verður vikið nánar hér á eftir.19)
Engir þeirra samninga, sem hér hafa verið gerðir að um-
talsefni, höfðu að geyma nein ákvæði um skaðabótaskyldu
leigutuka vegna tjóns, sem hann kynni að valda á viðkom-
andi jörðum með framkvæmdum sínum, og ekki voru
heldur lagðar á það neinar hömlur í samningunum með
hvaða hætti eða til hvaða þarfa sú orka yrði notuð, sem
til stóð að framleiða.20) Ákvæði leigusamningsins um
vatnsréttindi í Dynjandisá í Arnarfirði voru mjög áþekk
því sem að ofan greinir. Þar var leigugjaldið þó miðað við
ákveðna upphæð — kr. 50.00 —, en heimilt að krefjast
hækkunar á því upp í kr. 75.00 síðar, „ef fyrirtæki það
sem rekið kann að verða með afli þessara fossa reynist
arðsamt ...,“.21)
Þegar framangreindir leiguskilmálar eru metnir í heild,
hlýtur niðurstaðan að verða sú, að þeir skilmálar, sem
sætzt var á varðandi vatnsréttindin í Jökulsá, Skjálfanda-
fljóti og Dynjandisá, hafi verið leigutakanum miklu hag-
stæðari en skilmálarnir í samningunum um Sogsfossana.
Meginmunurinn felst í því, að samningarnir um Jökulsá
og Skjálfandafljót hafa ekki að geyma nein ákvæði um
það, hvenær framkvæmdir skuli hefjast. Þar að auki eru
ákvæði samninganna um leigugjald leigutaka einkar hag-
kvæm. Þetta á einkum við um þá samninga, er taka til
vatnsréttinda Reykjahlíðar og Svínadals, en þar segir,
að greiða skuli leigu frá þeim tíma, er framkvæmdir hefj-
18) Nál. minnihl. fossan. 1917, bls. 50—51.
10) Ibid.
20) Þjóðskjalasafn, Atvinnumálaskrifstofa 1937 nr. 4328 og 1913
nr. 130.
21) Nál. minnihl. fossan. 1917, bls. 66; sjá einnig eftirrit leigu-
samnings í fórum höf.