Saga - 1976, Blaðsíða 144
136
SIGURÐUR RAGNARSSON
dæmi Elliðaánna.29) Árið 1885 bauð H. Th. A. Thomsen
kaupmaður Reykjavíkurbæ árnar til kaups fyrir 12 þús.
kr., en hann var þá aðaleigandi þeirra. Þessu boði hafnaði
bæjarstjórn umræðulaust með öllum atkvæðum. Aftur bauð
hann bænum forkaupsrétt árið 1890, en bæjarstjórn hafn-
aði einnig því boði. Þá var hins vegar kominn til sögunnar
Englendingur einn, Mr. Payne að nafni. Hann var fús til
að kaupa árnar af Thomsen fyrir 3000 £ eða 54 þús. kr.
Varð af þessum kaupum og voru árnar síðan eign Mr.
Payne fram til ársins 1906. Mr. Payne treysti tök sín á
Elliðaánum, þegar hann keypti jörðina Breiðholt árið 1899,
en hún hafði verið lögð til tekna Reykj avíkurpresti þegar
á dögum Gísla biskups Jónssonar. Bar einmitt þessa jarða-
sölu allmjög á góma á alþingi 1899, þegar þar var rætt
um frumvarpið um takmarkanir á fasteignaráðum utan-
ríkismanna, en í landi jarðarinnar var stærsti foss í Elliða-
ánum, Skorarhylsfoss, sem Frímann B. Arngrímsson hafði
einkum haft í huga til virkjunar. Það, sem Mr. Payne
gekk til að kaupa árnar, var fyrst og fremst að komast
yfir veiðiréttindin. Má óhikað fullyrða, að það hafi öðru
fremur verið sala Elliðaánna, sem fyrst vakti menn til
umhugsunar um, að hætta gæti verið á ferðum, þegar fast-
eignakaup útlendinga voru annars vegar, enda var hér um
að ræða gjöfula veiðiá með allmiklu fossafli undir handar-
jaðrinum á höfuðstaðnum. Bæjarstjórn Reykjavíkur réðst
svo loks í að kaupa árnar af Mr. Payne í tengslum við
áætlanir um vatnsveitu handa Reykjavík. Voru þau kaup
ráðin árið 1906, og þurfti bæjarsjóður að punga út með
144 þús. kr. eða 8000 £. Þó að verðið þætti nokkuð hátt,
mæltust kaupin vel fyrir.30)
1 Ijósi þeirra staðreynda, sem raktar hafa verið hér að
framan, getuin við dregið eftirfarandi ályktanir: Þegar
nokkru fyrir aldamót varð vart eftirsóknar eftir íslenzkum
20) Sjá Árni Óla: Fortíð Eeykjavíkur, Evík 1947.
30) Sbr. Þjóðólf 17. október 1907.