Saga - 1986, Síða 10
8
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
þjóða, sem mikilvægir gátu talist með tilliti til stjómmálaþróunar,
valdastöðu einstakra ríkja í Evrópu og raunar veröldinni. í kirkju- og
menningarsögu var þessu á líkan veg farið. Þar voru viðfangsefnin
einkum bundin við kirkjuhöfðingja, andleg stórmenni og viður-
kennda listamenn.
Mörgum kann að finnast að hér sé dregin upp fulleinföld mynd af
raunveruleikanum. Auðvelt er að benda á dæmi þess að kjör og
hagir verkafólks, sveitaöreiga og millistéttar hafi orðið þunga-
miðjan í verkum ýmissa sagnfræðinga, stjórnspekinga og hag-
fræðinga á 18. og 19. öld. Hér er þó oftast um einstök dæmi að
ræða, örlítið brot af öllum þeim mörgu ritum, sem einkum voru
bundin við valdastéttirevrópskrasamfélaga, athafnir þeirra, hags-
muni og markmið í stjórnmálastarfi og samskiptum ríkja.
Félagssaga er að uppruna afsprengi 19. aldar, þótt hún hafi fyrst
rutt sér til rúms, svo nokkru nemi, á þessari öld. Þegar á árunum
milli stríða höfðu ýmsir sagnfræðingar í Evrópu, einkum franskir,
tekið að beina sjónum sínum að þjóðfélagsgerð fyrri alda, að ein-
stökum stéttum, kjörum fólks í lénsveldinu og bændasamfélagi
síðmiðalda og nýaldar og hagrænum og félagslegum áhrifum iðn-
byltingar. Að sumu leyti kennir hér áhrifa frá öðrum félagsvísind-
um og þau áttu einnig sinn þátt í að leysa hinar hefðbundnu aðal-
greinar sagnfræði, stjórnmála- og “diplómatíska" sögu úr þeirri
sjálfheldu sem þær voru komnar í undir lok heimsstyrjaldarinnar
síðari. í þessum grcinum sagnfræði hefur aukin áhersla verið lögð
á aðferðir fengnar úr stjórnmálafræði. í stað hefðbundinnar „dipl-
ómatískrar" sögu hefur áherslan færst yfir á það sem á ensku kall-
ast „International Relations" og „Strategic Studies."1
Áhugi á stjórnmálasögu hefur þó minnkað verulega eftir síðari
heimsstyrjöld. Vaxtarbrodd sagnfræðirannsókna undanfarna ára-
tugi er tvímælalaust að fmna í félagssögu og að nokkru í hagsögu.
Æ fleiri sagnfræðingar hafa gert sér ljóst að ýmislegt sem talið var
„gefið“ í þjóðfélagsgerð, sambýlisháttum, verklagi, kynhlut-
verkum og heimilislífi á fyrri tímum, svo nokkur dæmi séu nefnd,
þarfnast nánari rannsókna. Æ fleiri hafa hallast að því að við
getum ekki til fullnustu skýrt söguleg ferli, t.a.m. ferli í yfirbygg-
1. J.H. Plumb, „Editorial Foreword". í R. Porter, English Society in the Eighteenth
Century. The Pelican Social History of Britain, Middlesex 1982, bls. 7.