Saga - 1986, Side 11
UM FJÖLSKYLDUSÖGURANNSÓKNIR
9
ingu þjóðfélagsins, nema við skiljum undirstöðuna. Þetta hefur
haft í för með sér viðamiklar rannsóknir í fólksfjöldasögu, á stærð,
formgerð og eðli fjölskyldunnar, stöðu kvenna á fyrri öldum,
hlutverkum og stöðu barna, þræla, vinnuhjúa, þurfamanna og
fleiri hópa í samfélaginu. Áhersla hefur verið lögð á að rannsaka
eðli stéttasamfélagsins á ýmsum tímum, verkalýðssögu og menn-
ingarlega arfleifð, í víðtækasta skilningi, frá gengnum kynslóðum
lágstéttafólks. Um þessa þróun sagnfræðinnar síðustu áratugi far-
ast Bretanum J.H. Plumb svo orð:
Naturally, other forms of history are not dead, even though
some of them are corpse-like, but there can be little doubt
that the historical imagination, for better or worse, has
become intoxicated with social history: for example, the
volume of work on death in the last ten years is prodigious
and it is matched by the quantity of studies on childhood or
marriage.2
í rannsóknum félagssögu felast þó ijölmargar hættur. Heimildir
þeirra sem við hana fást eru oft brotakenndar og erfiðar í túlkun,
eins og vikið verður að hér á eftir. Þess hefur stundum þótt gæta
að félagssaga verði lýsandi (,,descriptive“), í henni felist einvörð-
ungu frásögn af lífi og kjörum fólks á fyrri öldum án þess að nægj-
anlega sé reynt að skýra hvers vegna tilveru fólks var farið á
þennan eða hinn veginn. Sagnfræðingum sem við þessa tegund
sagnfræði fást hefur einatt verið legið á hálsi fyrir að reyna ekki
sem skyldi setja fram kenningar um þróun samfélagsgerðar á
grundvelli þeirra upplýsinga sem við höfum um líf fólks og kjör,
atvinnu- og búsetuhætti o.s.frv. á ákveðnum svæðum á mismun-
andi tímum. Þessu veldur að nokkru leyti að margir sagnfræð-
ingar hafa kosið að beita þeirri aðferð að athuga nákvæmlega til-
tekin landbúnaðarhéruð, þorp eða borgir á afmörkuðu tímaskeiði
og treysta sér ekki til að alhæfa um þróun samfélagsgerðarinnar út
frá svo takmörkuðum upplýsingum, sem auk þess er óvíst að séu
dæmigerðar fyrir samfélagið í heild. Slíkar rannsóknir hafa þó
vitaskuld gert mögulegar tilraunir einstakra sagnfræðinga til að
semja yfirlitsrit um félagssögu einstakra landa, og heilla heims-
álfa.
2. Sama rit, bls. 8.