Saga - 1986, Page 13
UM FJÖLSKYLDUSÖGURANNSÓKNIR
11
aðferðafræði annarra fræðigreina, en áherslan í rannsóknum okkar
og heimildaúrvinnslu hlýtur þó ávallt að vera sagnfræðileg og
grundvallast á sagnfræðilegum viðhorfum til heimildafræði og
leyfilegrar túlkunar og kenningasmíði út frá tilteknum tegundum
heimilda.2
Margir af frumherjum rannsókna í fjölskyldusögu hafa getið
þess að verkefnaval þeirra hafi í upphafi valdið undrun, bæði í hópi
starfsbræðra þeirra og meðal almennra lesenda. Menn voru van-
trúaðir á að fjölskyldan væri fýsilegt eða verðugt rannsóknarefni
sagnfræðinga. Fjölskyldusögu var jafnvel ruglað saman við ætt-
fræði og í þýskumælandi löndum var henni tekið með miklum
fyrirvara, m.a. vegna erfðafræðilegrar skrásetningar fólks á Hitl-
erstímanum.3 Fjölskyldan er líka eitthvað sem allir þekkja af eigin
reynslu, stofnun sem margir líta á sem óbreytanlega grundvallar-
einingu samfélagsins. Fjöldi fólks gerir ráð fyrir að þessi eining
hafi verið til, svo lengi sem mannskepnan hefur drepið niður fæti
á jarðarkringlunni. Eina verulega breytingin sem fjölskyldan hafi
tekið sé stærðarbreyting, breyting úr stóríjölskyldu bændasam-
félagsins í kjarnafjölskyldu hins iðnvædda heims nú á dögum.4
Fjölskyldusaga náði fyrst fótfestu meðal bandarískra, breskra
og franskra sagnfræðinga. í inngangi að nýju ritgerðasafni, Histor-
ische Familienforschung, telja þeir Michael Mitterauer og Reitihard
Sieder að upphaf hins mikla áhuga á þessu viðfangsefni megi eink-
um rekja til eftirfarandi þátta:5
1) Til kynþáttavandamálsins í Bandaríkjunum og þess áhuga
sem þar vaknaði meðal blökkumanna á 6. og 7. tugi þessarar aldar
'á uppruna sínum og stöðu forfeðra sinna á góssum bandarískra
zjarðeigenda. Þessi áhugi tengdist einnig rannsóknum á bandarísku
stórborgarsamfélagi, sem kenndar hafa verið við „The New
2. Sjá aftanmálsgrein 1.
3. Karin Hausen, „Historische Familienforschung". í R. Riirup (ritstj.) Sjá að
ofan, bls. 63.
4. Sjá t.d. Peter Laslett with the assistance of Richard Wall (ritstj.), Household and
Family itt Past Time, Cambridge 1974. Michael Mitterauer and Reinhard Sieder,
The European Family: Patriarchy to Partnershipfrom the Middle Ages to the Present,
Oxford 1982.
5. Michael Mitterauer und Reinhard Sieder (ritstj.), Historische Familienforschung,
Frankfurt 1982, bls. 11 — 17.