Saga - 1986, Page 14
12
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
Urban History". Kvennabaráttan í Bandaríkjunum orkaði sem
hvati á rannsóknir á fjölskyldulífi, kynhlutverkum, barnauppeldi
og fleiru sem tengist fjölskyldusögu. Jafnframt álíta þeir Mitter-
auer og Sicder að uppgjör hippahreyfingarinnar við borgaralegt
samfélag í lok 7. áratugarins og í upphafi hins 8. hafi vakið áhuga
sagnfræðinga á tilurð þess og þróun fjölskyldunnar sem einnar
mikilvægustu stofnunar þess.
2) í Englandi féll fjölskyldusaga vel að hugmyndafræði og
rannsóknaráhuga þess skóla fræðimanna sem kenndi sig við „The
New Social History". í Englandi, eins og í Frakklandi, orkaði
vaxandi áhugi á fólksfjöldasögu (lýðfræði — demógrafíu) einnig
sem hvati á þetta fræðasvið og kemur það m.a. fram í stofnun
„The Cambridge Group for the History of Population and Social
Structure" á 7. áratugnum, en þessi rannsóknarhópur hefur haft
mikil áhrif á alla umræðu um fjölskyldusögu, einkum hvað varðar
heimilisstærðir og formgerð fjölskyldunnar á fyrri öldum.
3) f Frakklandi tengdust fjölskyldusögurannsóknir hinum ríkj-
andi áhuga þar í landi á að skýra aflgjafa sögulegra ferla („Grund-
krafte historischer Prozesse“) og þar, eins og í Englandi, nálguð-
ust fræðimenn viðfangsefnið gjarnan út frá fólksfjöldasögulegum
og tölfræðilegum forsendum. Frakkar hafa jafnframt lagt mjög
þungt lóð á vogarskálarnar með þróun hinnar svonefndu fjöl-
skylduendurgerðartækni (family reconstitution) sem kennd er við
Louis Hetiry, en með henni er einstökum fjölskyldum fylgt í
gegnum gjörvallt þróunarferli þeirra. Þannig er unnt að kanna
giftingaraldur, frjósemi, aldursbundna dánartíðni o.fl. mjög
nákvæmlega á grundvelli prestþjónustubóka, sóknarmannatala
og líkra heimilda. Loftur Guttormsson gerði í Sögnum 1980 grein
fyrir þessari rannsóknaraðferð, en nánar verður vikið að henni hér
á eftir. Frakkar hafa jafnframt verið frumkvöðlar hinnar svo-
nefndu „hugarfarssögu" (l’histoire des mentalités), en rannsóknir
margra helstu forvígismanna hennar hafa beinst að ýmsum
þáttum fjölskyldulífs á fyrri öldum, svo sem að viðhorfum til
barna og ungdóms, að ástinni, hjónabandinu, kynlífi, kynhlut-
verkum o.fl.
Áhugi á fjölskyldusögurannsóknum hefur breiðst út frá þessum
löndum og hafa þær verið merkur þáttur í sagnfræðirannsóknum