Saga - 1986, Page 15
UM FJÖLSKYLDUSÖGURANNSÓKNIR
13
austan hafs og vestan undanfarin 15-20 ár. Vakandi áhugi hefur
verið á þessu fræðasviði á Norðurlöndum, ekki hvað síst í
Svíþjóð, þar sem þjóðhátta- og þjóðfræðingar hafa einnig í veru-
legum mæli helgað sig þessum rannsóknum, stundum í samvinnu
við sagnfræðinga. Má í því sambandi geta rannsóknar þeirra
Orvars Löfgrens og Davids Gaunts á tíðni og forsendum þess að fólk
giftist á nýjan leik eftir skilnað eða eftir dauða makad’ Ágætt dæmi
um alþýðlegt sagnfræðirit, þar sem vinnubrögðum sagnfræðinga
og þjóðháttafræðinga er blandað saman á frjóan hátt, er rit Gaunts
Familjeliv i Norden, sem kom út 1983.6 7
Því má og ekki gleyma að félagsfræðingar hafa um alllangt
skeið látið sig fjölskylduna miklu varða í rannsóknum sínum. Á
þetta jafnt við um þróun í formgerð fjölskyldunnar undanfarnar
aldir, breytingar á verkefnum og verksviði fjölskyldumeðlima,
kynhlutverkum o.s.frv. og fjölskyldu okkar daga, verkefni
hennar, vandamál og breytta stöðu í tæknisamfélagi nútímans.8
Margir sagnfræðingar hafa gagnrýnt rannsóknaraðferðir félags-
fræðinga og umfjöllun þeirra um fjölskylduna á fyrri öldum. Þrátt
fyrir þessa gagnrýni viðurkenna þeir þó flestir að félagsfræðingar
hafi átt mikinn þátt í að vekja sagnfræðinga til vitundar um fjöl-
skylduna sem verðugt sagnfræðilegt rannsóknarefni og fræði-
menn úr hvorri greininni um sig hafa tileinkað sér viðhorf og
rannsóknaraðferðir úr hinni.9
Segja má að um þrjár megináherslur hafi verið að ræða í íjöl-
skyldusögurannsóknum: (1) rannsóknir sem einkum hafa beinst
að lýðfræðilegum atriðum, (2) rannsóknir á innbyrðis tilfinninga-
samböndum og samskiptum fjölskyldumeðlima („The Senti-
ments Approach" — “Der ,,Gefúhls“-Ansatz“) og (3) athuganir á
6. Sjá aftanmálsgrein 2.
7. David Gaunt, Familjeliv i Norden, Malmö 1983.
8. Ágætt rit sem kynnir rannsóknarniðurstöður félagsfræðinga um fjölskylduna
er: Dieter Claessens og Petra Milhoffer (ritstj.), Familiensoziologie: Ein Reader
als Einjiihrung, 5. útgáfa endurskoðuð, Königstein/Ts. 1980.
9. Sjá umfjöllun William H. Hubbard, Familiengeschichte: Materialien zur deutschen
Familie seit dem Ende des 18. Jahrhutiderts, Múnchen 1983, bls. 17—26. Jafnframt
Heidi Rosenbaum, Familie als Gegenstruktur zur Gesellschaft: Kritikgrutidlegender
theoretischer Ansdtze der west-deutschen Familiensoziologie, 2. útgáfa endurskoð-
uð. Stuttgart 1978.