Saga - 1986, Page 16
14
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
fjölskyldunni sem efnahagslegri einingu (framleiðslu- og neyslu-
einingu).10
Rannsóknir á fjölskyldunni hafa leitt í ljós að margt af því sem
tekið var sem „gefið“ í formgerð hennar, stærð og hlutverki í sam-
félagi Evrópuríkja reyndist rangt. Á fyrri öldum leit fólk fjöl-
skylduna öðrum augum en við gerum í dag. í bændasamfélaginu
var hún víðast framleiðslu- og neyslueining í senn. Að fram-
leiðslustörfum Qölskyldunnar unnu ekki einungis þeir meðlimir
hennar sem tengdir voru blóðböndum, heldur einnig vinnuhjú og
lausafólk af ýmsu tagi. Þetta fólk deildi kjörum með blóðtengdum
fjölskyldumeðlimum og var hluti af „fjölskyldunni" meðan á
ráðningartíma þess stóð. Á latínu mun hugtakið „fjölskylda"
merkja hjú og þræla forstöðumanns heimilis. Nútímamerking
hugtaksins „fjölskylda", sem hjónabandsfjölskylda, er ekki ýkja
gömul. í þýsku máli fékk hugtakið „Familie" nútímamerkingu
sína á 18. öld11 og sama virðist gilda um merkingu íslenska hug-
taksins „fjölskylda“. Samkvæmt Ordbog over det gamle nordiske
sprog merkti hugtakið fjölskylda á miðöldum „hvad der paaligger
nogen som en Forpligtelse der skal opfyldes.“ Merkingin fjöl-
breyttar eða margvíslegar skyldur kemur fram hjá Guðbrandi
biskupi Þorlákssyni og um hana er varðveittur fjöldi dæma í seðla-
safni Orðabókar Háskólans allt fram á síðari hluta 18. aldar.
Hannes biskup Finnsson segir t.d. á einum stað: „Þar þeir sökum
embættis fjölskyldu ekki höfdu tíma til þess.“ Jón Ólafsson
Grunnvíkingur segir merkinguna vera „skyldu erindanna“ en
jafnframt geti hugtakið merkt „skylduhjú" og er merkingin þá
svipuð og í latínu. Guðmundur Andrésson talar á 17. öld um fjöl-
skyldu í merkingunni fjölmenni. í Ordbog over det danske sprog eru
gefnar nokkrar merkingar hugtaksins „familie", t.a.m. finnast í
verkum Ludvigs Holbergs merkingarnar „husfolk“, „slægt“,
„tjenstefolk" og nútímamerking hugtaksins, sem virðist fyrst
koma fram á dögum Holbergs. Elsta dæmi um notkun hugtaksins
10. Sjá Michael Anderson, Approaches to the History of the Western Family 1500-1914,
(Studies in Economic and Social History), London 1980. William H. Hubbard,
Familiengeschichte..., bls. 27-36. Lawrence Stone, „Family Historyin the 1980s:
Past Achievements and Future Trends", Journal of lnterdisciplinary History,
12.árg. 1981, bls. 51-88.
11. Michael Mitterauer og Reinhard Sieder, The European Family..., bls. 5-6.